Veiðitölur LV: Rangárnar með 843; allar hinar með 907! Svavar Hávarðsson skrifar 9. ágúst 2012 12:07 Frétt vikunnar er kannski sú að fleiri laxar hafa veiðst í sumar en á sama tíma sumarið 2007. Mynd/Svavar Rangárnar tvær, Ytri og Eystri, hafa enn og aftur sætaskipti þessa vikuna á lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins. Nú leiðir Ytri-Rangá með 1.853 laxa skráða í bók í gærkvöldi. Eystri-Rangá er með 1.783 laxa, en eins og komið hefur fram er veiði í systuránum afbragðsgóð og 80 til tæplega 100 laxa dagar nú reglan. Það er Selá í Vopnafirði sem er þriðja áin sem hefur náð að brjóta þúsund laxa múrinn, að því gefnu að morgunvaktin hafi gefið þrjá laxa. Næstar eru Haffjarðaáin, Miðfjarðaráin og Blanda, allar með tölur frá 820 til 830 fiska. Þar, þó nokkuð á eftir, kemur svo Norðuráin með 731 lax. Hér verður aðeins að dvelja við veiðina í Norðurá. Vikuveiðin í ánni er 16 laxar, en þeir voru 30 í síðustu viku. Vikurnar sem um ræðir gáfu í fyrra 442 laxa, og var veiði þá eins og menn eiga að venjast þar á bæ. Heildartölurnar úr viðmiðunaránum geta menn sjálfir kynnt sér á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Hins vegar má aðeins líta nánar á vikuveiðina í nokkrum völdum ám. Laxá í Aðaldal, sem hefur gefið 317 laxa, gaf 26 laxa þessa vikuna. Grímsá gaf 20 laxa; Þverá/Kjarrá 39 laxa; Langá 41 lax. Vatnsdalsá gaf 25 laxa og Víðidalsá 32. Þá má geta þess að Laxá í Dölum gaf 5 laxa og Hrútafjarðará tvo laxa á sínar þrjár stangir en þess má geta að Hrúta er gott sem horfin, eins og kannski allir vita sem fylgjast með veiðifréttum. Einhver nefndi náttúruhamfarir í þessu samhengi fyrr í sumar og undirritaður tekur undir það. Þess vegna verður sérstaklega eftirtektarvert að sjá hvað gerist þegar tekur að rigna að einhverju ráði; hvenær sem það verður nú. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum heldur saman tölfræðinni fyrir LV, eins og sennilega flestir veiðimenn vita. Hann skrifar í tilefni tölfræðinnar þessa vikuna eftirfarandi: „Nú er heildarafli lykilánna okkar kominn í 12.840 fiska. Enn eru það Rangárnar sem mest gefa þessa vikuna. Nú er sú Ytri komin með forystuna. Þar hefur verið landað 1.853 löxum það sem af er sumri. Eystri áin er komin í 1.783 fiska. Undanfarna viku nær veiðin í þessum tveim ám því samtals 843 löxum, sem er furðu nærri helmingi vikuveiðinnar í öllum 25 lykilám Landssambandsins, - nálægt 1750 fiskum." Þorsteinn hefur lagst yfir tölfræði síðustu sex ára, 2006 til 2011, og kemst að eftirfarandi: "Séu eldri heimildir skoðaðar, frá og með 2006 til og með 2011, þá er meðalveiði í lykilánum, miðað við 8. ágúst ár hvert, 20.500 laxar. Mest árið 2010, en þá hafði verið landað 26.342 löxum. Minnst árið 2007, en þá var veiðin 12.473 laxar á þessum tíma. Þannig að talan þetta sumarið, 12.840 fiskar, er ekki sú lægsta sem við höfum heimildir um. Hitt er greinilegt að þetta veiðitímabil verður að teljast með þeim lakari á síðustu árum þótt of snemmt sé að slá neinu föstu um loka niðurstöður. Fróðlegt verður að heyra álit vísindamanna á líklegun ástæðum." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Rangárnar tvær, Ytri og Eystri, hafa enn og aftur sætaskipti þessa vikuna á lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins. Nú leiðir Ytri-Rangá með 1.853 laxa skráða í bók í gærkvöldi. Eystri-Rangá er með 1.783 laxa, en eins og komið hefur fram er veiði í systuránum afbragðsgóð og 80 til tæplega 100 laxa dagar nú reglan. Það er Selá í Vopnafirði sem er þriðja áin sem hefur náð að brjóta þúsund laxa múrinn, að því gefnu að morgunvaktin hafi gefið þrjá laxa. Næstar eru Haffjarðaáin, Miðfjarðaráin og Blanda, allar með tölur frá 820 til 830 fiska. Þar, þó nokkuð á eftir, kemur svo Norðuráin með 731 lax. Hér verður aðeins að dvelja við veiðina í Norðurá. Vikuveiðin í ánni er 16 laxar, en þeir voru 30 í síðustu viku. Vikurnar sem um ræðir gáfu í fyrra 442 laxa, og var veiði þá eins og menn eiga að venjast þar á bæ. Heildartölurnar úr viðmiðunaránum geta menn sjálfir kynnt sér á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Hins vegar má aðeins líta nánar á vikuveiðina í nokkrum völdum ám. Laxá í Aðaldal, sem hefur gefið 317 laxa, gaf 26 laxa þessa vikuna. Grímsá gaf 20 laxa; Þverá/Kjarrá 39 laxa; Langá 41 lax. Vatnsdalsá gaf 25 laxa og Víðidalsá 32. Þá má geta þess að Laxá í Dölum gaf 5 laxa og Hrútafjarðará tvo laxa á sínar þrjár stangir en þess má geta að Hrúta er gott sem horfin, eins og kannski allir vita sem fylgjast með veiðifréttum. Einhver nefndi náttúruhamfarir í þessu samhengi fyrr í sumar og undirritaður tekur undir það. Þess vegna verður sérstaklega eftirtektarvert að sjá hvað gerist þegar tekur að rigna að einhverju ráði; hvenær sem það verður nú. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum heldur saman tölfræðinni fyrir LV, eins og sennilega flestir veiðimenn vita. Hann skrifar í tilefni tölfræðinnar þessa vikuna eftirfarandi: „Nú er heildarafli lykilánna okkar kominn í 12.840 fiska. Enn eru það Rangárnar sem mest gefa þessa vikuna. Nú er sú Ytri komin með forystuna. Þar hefur verið landað 1.853 löxum það sem af er sumri. Eystri áin er komin í 1.783 fiska. Undanfarna viku nær veiðin í þessum tveim ám því samtals 843 löxum, sem er furðu nærri helmingi vikuveiðinnar í öllum 25 lykilám Landssambandsins, - nálægt 1750 fiskum." Þorsteinn hefur lagst yfir tölfræði síðustu sex ára, 2006 til 2011, og kemst að eftirfarandi: "Séu eldri heimildir skoðaðar, frá og með 2006 til og með 2011, þá er meðalveiði í lykilánum, miðað við 8. ágúst ár hvert, 20.500 laxar. Mest árið 2010, en þá hafði verið landað 26.342 löxum. Minnst árið 2007, en þá var veiðin 12.473 laxar á þessum tíma. Þannig að talan þetta sumarið, 12.840 fiskar, er ekki sú lægsta sem við höfum heimildir um. Hitt er greinilegt að þetta veiðitímabil verður að teljast með þeim lakari á síðustu árum þótt of snemmt sé að slá neinu föstu um loka niðurstöður. Fróðlegt verður að heyra álit vísindamanna á líklegun ástæðum." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði