Salah skipaður velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar SÞ Heimsljós kynnir 27. febrúar 2020 15:15 Salah fyrir miðju ásamt fulltrúum Flóttamannastofnuanr SÞ og Vodafone. UNHCR Mohamed Salah framherji Liverpool er fyrsti velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í skólaverkefni sem hefur þann tilgang að tryggja börnum í flóttamannabúðum í Afríku gæðamenntun. Verkefnið – Instant Network Schools – spannar næstu fimm árin og á að ná til til hálfrar milljónar nemenda. Meðal nýrra skóla í verkefninu eru tuttugu í Egyptalandi, heimalandi Salah. Verkefnið gengur út á að tengja saman nemendur í flóttamannasamfélögum og nemendur í viðkomandi gistiríki með áherslu á stafræna gæðamenntun. Verkefninu var upphaflega hleypt af stokkunum árið 2014 sem samstarfsverkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Vodafone Foundation. Markmiðið er að gefa ungu flóttafólki í flóttamannabúðum í fátækjum Afríkuríkjum kost á betri menntun og tengja það við jafnaldra og kennara í gistiríkinu gegnum stafrænt námsefni. Fram til þessa hafa rúmlega 86 þúsund námsmenn og eitt þúsund kennarar notið góðs af verkefninu, skólarnir í verkefninu eru 36 talsins og starfa í átta flóttamannabúðum í Kenya, Tansaníu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan. Á næstu fimm árum er ætlunin að færa út kvíarnar og ná til hálfrar milljónar nemenda og tíu þúsund kennara. Hlutaverk Mohameds Salah sem velgjörðarsendiherra UNHCR verður að styðja vitundarvakningu um mikilvægi gæðamenntunar fyrir flóttabörn og vekja athygli á þörfinni fyrir auknar fjárfestingar í stafrænni tækni sem nýtist í menntamálum. Salah kveðst stoltur taka þátt í þessu samstarfi til að brúa bilið í menntun flóttabarna og annarra barna í gistiríkjum. „Instant Network Schools er mikilvægt frumkvæði og ég tek stoltur þátt í því að umbreyta námi kynslóðar ungs fólks víðs vegar í sunnanverðri Afríku og innan tíðar í heimlandi mínu, Egyptalandi,“ er haft eftir Salah í frétt frá UNHCR. Samkvæmt fréttinni eru börn rúmlega helmingur þeirra 70,7 milljóna sem teljast til flótta- og farandfólks. Mörg þeirra verja öllum skólaárunum í flóttamannabúðum þar sem gæði kennslunnar eru ekki á háu stigi. „Mohamed Salah deilir með okkur ástríðunni um mikilvægi menntunar sem grunngildis fyrir persónulegan og félagslegan þroska og hann kemur til með að hjálpa okkur við að kynna og stækka þetta verkefni,“ segir Andrew Dunnett fulltrúi Vodafone. Dominique Hyde fulltrúi UNHCR segir að Salah sé jákvæð og hvetjandi fyrirmynd ungmenna innan sem utan vallar. „Bjartsýni hans og ástríða samræmist fullkomlega verkefninu og glæðir von meðal barna í hópi flóttafólks, ásamt því að veita þeim innblástur og hvatningu um tækifæri um betri framtíð.“ Tímaritið Time útnefndi Salah einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2019. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í mannúðarmálum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Mohamed Salah framherji Liverpool er fyrsti velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í skólaverkefni sem hefur þann tilgang að tryggja börnum í flóttamannabúðum í Afríku gæðamenntun. Verkefnið – Instant Network Schools – spannar næstu fimm árin og á að ná til til hálfrar milljónar nemenda. Meðal nýrra skóla í verkefninu eru tuttugu í Egyptalandi, heimalandi Salah. Verkefnið gengur út á að tengja saman nemendur í flóttamannasamfélögum og nemendur í viðkomandi gistiríki með áherslu á stafræna gæðamenntun. Verkefninu var upphaflega hleypt af stokkunum árið 2014 sem samstarfsverkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Vodafone Foundation. Markmiðið er að gefa ungu flóttafólki í flóttamannabúðum í fátækjum Afríkuríkjum kost á betri menntun og tengja það við jafnaldra og kennara í gistiríkinu gegnum stafrænt námsefni. Fram til þessa hafa rúmlega 86 þúsund námsmenn og eitt þúsund kennarar notið góðs af verkefninu, skólarnir í verkefninu eru 36 talsins og starfa í átta flóttamannabúðum í Kenya, Tansaníu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan. Á næstu fimm árum er ætlunin að færa út kvíarnar og ná til hálfrar milljónar nemenda og tíu þúsund kennara. Hlutaverk Mohameds Salah sem velgjörðarsendiherra UNHCR verður að styðja vitundarvakningu um mikilvægi gæðamenntunar fyrir flóttabörn og vekja athygli á þörfinni fyrir auknar fjárfestingar í stafrænni tækni sem nýtist í menntamálum. Salah kveðst stoltur taka þátt í þessu samstarfi til að brúa bilið í menntun flóttabarna og annarra barna í gistiríkjum. „Instant Network Schools er mikilvægt frumkvæði og ég tek stoltur þátt í því að umbreyta námi kynslóðar ungs fólks víðs vegar í sunnanverðri Afríku og innan tíðar í heimlandi mínu, Egyptalandi,“ er haft eftir Salah í frétt frá UNHCR. Samkvæmt fréttinni eru börn rúmlega helmingur þeirra 70,7 milljóna sem teljast til flótta- og farandfólks. Mörg þeirra verja öllum skólaárunum í flóttamannabúðum þar sem gæði kennslunnar eru ekki á háu stigi. „Mohamed Salah deilir með okkur ástríðunni um mikilvægi menntunar sem grunngildis fyrir persónulegan og félagslegan þroska og hann kemur til með að hjálpa okkur við að kynna og stækka þetta verkefni,“ segir Andrew Dunnett fulltrúi Vodafone. Dominique Hyde fulltrúi UNHCR segir að Salah sé jákvæð og hvetjandi fyrirmynd ungmenna innan sem utan vallar. „Bjartsýni hans og ástríða samræmist fullkomlega verkefninu og glæðir von meðal barna í hópi flóttafólks, ásamt því að veita þeim innblástur og hvatningu um tækifæri um betri framtíð.“ Tímaritið Time útnefndi Salah einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2019. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í mannúðarmálum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Egyptaland Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent