Lífið

Þrýst á nýja plötu frá Blur

Velheppnuð endurkoma Damon Albarn á endurkomutónleikum Blur í fyrrasumar. Sveitin sendir frá sér smáskífu um helgina og plötufyrirtæki hennar vill fá stóra plötu í kjölfarið.
Velheppnuð endurkoma Damon Albarn á endurkomutónleikum Blur í fyrrasumar. Sveitin sendir frá sér smáskífu um helgina og plötufyrirtæki hennar vill fá stóra plötu í kjölfarið.

Yfirmaður plötufyrirtækis hljómsveitarinnar Blur segir að hann vilji að sveitin hljóðriti nýja plötu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá gefur Blur út smáskífu um helgina, það er fyrsta nýja stöffið frá bandinu í sjö ár. Þá er þetta fyrsta nýja efnið sem Blur hljóðritar með gítarleikaranum Graham Coxon síðan 1999.

Miles Leonard, forstjóri Parlophone Records, sagði í viðtali við BBC 6 að hann vonaðist til að nýja útgáfan hvetti Blur-strákana til að taka upp nýja plötu.

„Akkúrat núna erum við bara hæstánægð með að þeir hafi viljað taka upp þessa smáskífu. Hver veit hvað gerist í framtíðinni, það veltur kannski á viðtökunum sem þetta lag fær," sagði Leonard. „Ég vona bara, eftir að hafa heyrt nýja efnið, að hljómsveitin telji sig eiga meira inni. Við hjá plötufyrirtækinu teljum það svo sannarlega og ég efast ekki um að aðdáendurnir eru sammála því."

Og þar með hefur pressa verið sett á Damon, Graham, Dave og Alex. Sjáum hvað setur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×