Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2016 20:00 Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26