Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fylkir - KR 1-1| Stál í stál í Árbænum Tryggvi Páll Tryggvason á Flórídana-vellinum skrifar 29. júní 2016 21:30 Lið Fylkis og KR skildu jöfn í Pepsi-deild kvenna í kvöld á Floridana-vellinum í Árbænum. Fylkir er enn án sigurs eftir sex umferðir. Leikurinn hófst í algjöru úrhelli sem hafði nokkur áhrif á fyrstu mínútur leiksins. Sólin var þó tiltölulega fljót að vinna bug á úrkomunni og við það braggaðist leikurinn. KR-ingar komust yfir með laglegu marki frá Sigríði Maríu Sigurðardóttir á 27. mínútu af löngu færi eftir að boltinn datt fyrir hana eftir hornspyrnu. Glæsilegt mark. Eftir það duttu gestirnir neðar á völlinn og leyfðu heimastúlkum að sækja. Þeir óðu í færum í síðari hálfleik en nýttu bara eitt þeirra þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði á 56. mínútu. Boltinn barst til hennar eftir barning í teignum. Rangstöðulykt var af markinu en eftir fund dómara og línuvarðar var markið látið standa. Fylkisstúlkur eru því enn án sigurs það sem af er tímabilinu en KR getur ágætlega við unað með stig á erfiðum útivelli í botnbaráttunni.Af hverju varð jafntefli? Fylkisstúlkur geta í raun sjálfum sér um kennt fyrir að hafa ekki tryggt sér hér fyrsta sigurinn í sumar. Þær hreinlega óðu í færum og náðu að opna vörn KR upp á gátt aftur og aftur í síðari hálfleik. Þær stöllur í framlínu Fylkis, Krístin Erna og Berglin Björg voru alls ekki á skotskónum og það varð til þess að stigin þrjú urðu ekki eftir í Árbænum. KR gerði einnig vel í að nýta sín færi og hafði liðið tækifæri á því að nýta eyðslusemi Fylkis og stolið sigrinum í lokin. Það tókst þó ekki og liðin skildu því jöfn.Hvað gekk vel?Spilamennska Fylkis gekk að mestu leyti vel en það eina sem vantaði upp á var lokahnykkurinn í sóknarleiknum. Í vörninni lokuðu þær vel á sóknarleik KR sem skoraði sitt mark eftir langskot. Kantmenn Fylkis léku lausum hala og bjuggu til góð færi fyrir framherjana sem var nánast fyrirmunað að skora. Þá má hrósa hinni ungu Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR sem varði oft á tíðum virkilega vel og tryggði sínu liði stigið góða með því að verja úr opnum færu aftur og aftur í leiknum.Hvað gekk illa?Eins og áður sagði var það færanýting Fylkis sem gekk afar illa. Þær hefðu leikandi getað sett 4-5 mörk í þessum leik hefði ákvarðanatakan á allra síðasta þriðjung vallarins verið betri. Varnarleikur KR var að sama skapi ekki sá besti sem sést hefur í sumar en Fylkir opnaði varnarlínuna ítrekað í leiknum en þó án árangurs, aðallega Ingibjörgu í markinu að þakka.Hvað gerist næst?Fylkir er enn án stiga eftir sex umferðir og er aðeins með þrjú stig. Það er þó nóg eftir og spili liðið aftur á þann hátt sem það gerði í kvöld er ekki langt í fyrsta stigurinn. KR getur vel við unað með stig á útivelli. Það nýtist vel til þess að lyfta liðinu aðeins ofar upp í hinn þétta miðjupakka deildarinnar.Eiður: „Dómarinn hefur risastór áhrif á úrslit leiksins“ Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, var afar svekktur í leikslok. Hann segir að lið sitt hafi gert meira en nóg til þess að næla sér í stigin þrjú í kvöld. „Ég vildi þrjú stig og sérstaklega miðað við spilamennskuna og færin sem við fáum. Við eigum að klára svona leik. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur og við áttum hann.“ segir Eiður sem var ósáttur með framgöngu dómarans í kvöld. Dæmdi hann mark af Fylki í stöðunni 1-1 auk þess sem að hann sleppti því að dæma víti á KR. „Dómarinn hefur risastór áhrif á úrslit leiksins og tekur vitlausar ákvarðanir hér í kvöld. Það er óskiljanlegt og í öllum leikjum sem við höfum spilað hefur dómarinn haft allt of mikil áhrif og það er erfitt fyrir lið eins og okkur,“ segir Eiður. Fylkir er án sigurs í sumar en hefur þó að mörgu leyti spilað ágætlega. Hvað veldur því að sigrarnir séu ekki að falla með Fylki í sumar? „Ég held að þetta sé lið sem er búið að gera of mikið af jafnteflum. Það vantar þessa aukatrú sem þarf á því að liðið geti unnið leikina. Við gerum það sem til þarf í leikjunum en náum ekki að klára og Það er vont,“ segir Eiður sem hefur engar áhyggjur af því að sigrarnir fari ekki að koma. „Spilamennskan er góð, það er stemmning á æfingum og það er engin spurning að við náum þessu. Við þurfum bara fyrsta sigurinn og þá fara þeir að rúlla inn.“Edda Garðarsdóttir lék lengi með landsliðinu.vísirEdda Garðars: Ingibjörg tók nokkrar sjónvarpsvörslur Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, var nokkuð sátt með sínar stúlkur en var þó ekkert sérstaklega kát með spilamennsku liðsins. „Ég var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennskuna í seinni hálfleik en það að geta spilað pínulítið undir getu í heilum hálfleik án þess að tapa er flott og það er styrkleikamerki. Við hefðum líka getað stolið þessu,“ segir Edda sem ætlar þó ekki að koma með neinar yfirlýsingar þrátt fyrir fína stigasöfnun í leikjunum eftir hléið. „Það er ekki mikið á milli. það eru ekki mörg stig upp á við en ekki langt niður heldur þannig að maður kemur ekki með neinar yfirlýsingar þó maður sé að troða stigum í pokann,“ segir Edda sem var mjög ánægð með frammistöðu Ingibjargar Valgeirsdóttur í marki KR sem var maður leiksins. „Ingibjörg var í góðu stuði. Þetta er ung stúlka sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og í efstu deild. Hún stóð sig vel og tók nokkrar sjónvarpsvörslur.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Lið Fylkis og KR skildu jöfn í Pepsi-deild kvenna í kvöld á Floridana-vellinum í Árbænum. Fylkir er enn án sigurs eftir sex umferðir. Leikurinn hófst í algjöru úrhelli sem hafði nokkur áhrif á fyrstu mínútur leiksins. Sólin var þó tiltölulega fljót að vinna bug á úrkomunni og við það braggaðist leikurinn. KR-ingar komust yfir með laglegu marki frá Sigríði Maríu Sigurðardóttir á 27. mínútu af löngu færi eftir að boltinn datt fyrir hana eftir hornspyrnu. Glæsilegt mark. Eftir það duttu gestirnir neðar á völlinn og leyfðu heimastúlkum að sækja. Þeir óðu í færum í síðari hálfleik en nýttu bara eitt þeirra þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði á 56. mínútu. Boltinn barst til hennar eftir barning í teignum. Rangstöðulykt var af markinu en eftir fund dómara og línuvarðar var markið látið standa. Fylkisstúlkur eru því enn án sigurs það sem af er tímabilinu en KR getur ágætlega við unað með stig á erfiðum útivelli í botnbaráttunni.Af hverju varð jafntefli? Fylkisstúlkur geta í raun sjálfum sér um kennt fyrir að hafa ekki tryggt sér hér fyrsta sigurinn í sumar. Þær hreinlega óðu í færum og náðu að opna vörn KR upp á gátt aftur og aftur í síðari hálfleik. Þær stöllur í framlínu Fylkis, Krístin Erna og Berglin Björg voru alls ekki á skotskónum og það varð til þess að stigin þrjú urðu ekki eftir í Árbænum. KR gerði einnig vel í að nýta sín færi og hafði liðið tækifæri á því að nýta eyðslusemi Fylkis og stolið sigrinum í lokin. Það tókst þó ekki og liðin skildu því jöfn.Hvað gekk vel?Spilamennska Fylkis gekk að mestu leyti vel en það eina sem vantaði upp á var lokahnykkurinn í sóknarleiknum. Í vörninni lokuðu þær vel á sóknarleik KR sem skoraði sitt mark eftir langskot. Kantmenn Fylkis léku lausum hala og bjuggu til góð færi fyrir framherjana sem var nánast fyrirmunað að skora. Þá má hrósa hinni ungu Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR sem varði oft á tíðum virkilega vel og tryggði sínu liði stigið góða með því að verja úr opnum færu aftur og aftur í leiknum.Hvað gekk illa?Eins og áður sagði var það færanýting Fylkis sem gekk afar illa. Þær hefðu leikandi getað sett 4-5 mörk í þessum leik hefði ákvarðanatakan á allra síðasta þriðjung vallarins verið betri. Varnarleikur KR var að sama skapi ekki sá besti sem sést hefur í sumar en Fylkir opnaði varnarlínuna ítrekað í leiknum en þó án árangurs, aðallega Ingibjörgu í markinu að þakka.Hvað gerist næst?Fylkir er enn án stiga eftir sex umferðir og er aðeins með þrjú stig. Það er þó nóg eftir og spili liðið aftur á þann hátt sem það gerði í kvöld er ekki langt í fyrsta stigurinn. KR getur vel við unað með stig á útivelli. Það nýtist vel til þess að lyfta liðinu aðeins ofar upp í hinn þétta miðjupakka deildarinnar.Eiður: „Dómarinn hefur risastór áhrif á úrslit leiksins“ Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, var afar svekktur í leikslok. Hann segir að lið sitt hafi gert meira en nóg til þess að næla sér í stigin þrjú í kvöld. „Ég vildi þrjú stig og sérstaklega miðað við spilamennskuna og færin sem við fáum. Við eigum að klára svona leik. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur og við áttum hann.“ segir Eiður sem var ósáttur með framgöngu dómarans í kvöld. Dæmdi hann mark af Fylki í stöðunni 1-1 auk þess sem að hann sleppti því að dæma víti á KR. „Dómarinn hefur risastór áhrif á úrslit leiksins og tekur vitlausar ákvarðanir hér í kvöld. Það er óskiljanlegt og í öllum leikjum sem við höfum spilað hefur dómarinn haft allt of mikil áhrif og það er erfitt fyrir lið eins og okkur,“ segir Eiður. Fylkir er án sigurs í sumar en hefur þó að mörgu leyti spilað ágætlega. Hvað veldur því að sigrarnir séu ekki að falla með Fylki í sumar? „Ég held að þetta sé lið sem er búið að gera of mikið af jafnteflum. Það vantar þessa aukatrú sem þarf á því að liðið geti unnið leikina. Við gerum það sem til þarf í leikjunum en náum ekki að klára og Það er vont,“ segir Eiður sem hefur engar áhyggjur af því að sigrarnir fari ekki að koma. „Spilamennskan er góð, það er stemmning á æfingum og það er engin spurning að við náum þessu. Við þurfum bara fyrsta sigurinn og þá fara þeir að rúlla inn.“Edda Garðarsdóttir lék lengi með landsliðinu.vísirEdda Garðars: Ingibjörg tók nokkrar sjónvarpsvörslur Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, var nokkuð sátt með sínar stúlkur en var þó ekkert sérstaklega kát með spilamennsku liðsins. „Ég var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennskuna í seinni hálfleik en það að geta spilað pínulítið undir getu í heilum hálfleik án þess að tapa er flott og það er styrkleikamerki. Við hefðum líka getað stolið þessu,“ segir Edda sem ætlar þó ekki að koma með neinar yfirlýsingar þrátt fyrir fína stigasöfnun í leikjunum eftir hléið. „Það er ekki mikið á milli. það eru ekki mörg stig upp á við en ekki langt niður heldur þannig að maður kemur ekki með neinar yfirlýsingar þó maður sé að troða stigum í pokann,“ segir Edda sem var mjög ánægð með frammistöðu Ingibjargar Valgeirsdóttur í marki KR sem var maður leiksins. „Ingibjörg var í góðu stuði. Þetta er ung stúlka sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og í efstu deild. Hún stóð sig vel og tók nokkrar sjónvarpsvörslur.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira