Komið nafn og merki á bílaþátt gömlu Top Gear stjarnanna Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 09:13 Loks er komið heiti á nýjum bílaþáttum gamla þríeykisins, "The Grand Tour". Sjaldan hefur tekið eins langan tíma að finna nafn á einn sjónvarpsþátt og í tilfelli nýs bílaþáttar fyrrum stjórnenda Top Gear þáttanna. Sá titill er þó loks fundinn og þátturinn á að heita “The Grand Tour”. Á titillinn að vera lýsandi fyrir það hve víða þeir félagar fara til að prófa þá bíla sem sjást í þáttunum. Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru langt komnir með að taka upp nýja þætti sem sýndir verða á Amazon Prime og hefjast sýningar á þeim í haust, eftir síðustu heimildum. Ekki bara fundu þeir félagar heiti á þættinum heldur er einnig komið merki fyrir hann. Ekki fer frá því að útlit þess sé sótt í útlit merkja áttunda eða níunda áratugs síðustu aldar, en engu að síður er það flott.Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May stjórna "The Grand Tour" á Amazon Prime. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent
Sjaldan hefur tekið eins langan tíma að finna nafn á einn sjónvarpsþátt og í tilfelli nýs bílaþáttar fyrrum stjórnenda Top Gear þáttanna. Sá titill er þó loks fundinn og þátturinn á að heita “The Grand Tour”. Á titillinn að vera lýsandi fyrir það hve víða þeir félagar fara til að prófa þá bíla sem sjást í þáttunum. Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru langt komnir með að taka upp nýja þætti sem sýndir verða á Amazon Prime og hefjast sýningar á þeim í haust, eftir síðustu heimildum. Ekki bara fundu þeir félagar heiti á þættinum heldur er einnig komið merki fyrir hann. Ekki fer frá því að útlit þess sé sótt í útlit merkja áttunda eða níunda áratugs síðustu aldar, en engu að síður er það flott.Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May stjórna "The Grand Tour" á Amazon Prime.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent