Hárið á Saddam 6. nóvember 2006 15:17 Ég ætla svosem ekki að segja mikið um dóminn yfir Saddam Hussein. Nema að mér finnst ömurlegt að taka fólk af lífi - líka þótt fjöldamorðingjar eigi í hlut. Betra að láta þá dúsa í fangelsi. Pólitískt séð er ábyggilega ekki heldur klókt að drepa karlinn, þótt Bush telji það kannski geta orðið sér til framdráttar heima fyrir. Sá merki blaðamaður og rithöfundur Max Hastings gerir þessu ágæt skil í Guardian í dag. Hann segir að Bush og Blair hafi ekki siðferðislegt vald til að hengja Saddam. Réttarhöldin virðast líka hafa verið skrípaleikur. Hinu tekur maður þó eftir að Saddam lítur furðu vel út miðað við aldur og fyrri störf. Eins og sjá má á þessari mynd virðast þeir jafnvel hafa leyft karlinum að halda svarta litnum sem hann makar í hárið á sér til að fela gráu hárin. Augabrúnirnar eru lika svartar, en skeggið hins vegar úlfgrátt. --- --- --- Innflytjendastefna Frjálslynda flokksins gæti verið mikil pólitísk tíðindi. Flokkar af þessu tagi hafa víða sprottið upp í Evrópu. Þeir hafa getað náð fylgi upp á tíu prósent, stundum aðeins meira, stundum minna. Yfirleitt þannig að aðrir flokkar telja sig þurfa að taka mið af því. Ef marka má viðbrögðin við málflutningi Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Jóns Magnússonar má vel ímynda sér að hið sama verði upp á teningnum hérna. Þetta fylgi myndu Frjálslyndir líklega sækja að töluverðu leyti til Sjálfstæðisflokksins. Þá er hætt við að sjálfstæðismenn telji að þurfi að setja undir lekann með því að taka upp harðari stefnu í innflytjendamálum. Þetta er það sem hefur gerst í löndunum í kringum okkur - og hví þá ekki hér? --- --- --- Illugi Gunnarsson leggur til að sett verði fé til að gera sjónvarpsþætti um sögu Íslands. Það er hin ágætasta hugmynd - auðvitað á Rúv að framleiða svona efni fremur en að keppa við einkastöðvarnar um fótbolta og útlenda framhaldsþætti. Þetta hefur þó smávægilega annmarka. Í fyrsta lagi er þegar búið að gera svona þætti um tuttugustu öldina. Þeir komu úr smiðju Hannesar Gissurarsonar - eins helsta einkavinar sjónvarpsins - og voru sýndir fyrir nokkrum árum. Ef farið er að framleiða svona þætti, er þá ekki nokkurn veginn víst að það komi í hlut einhvers slíks einkavinar? Í öðru lagi er vandamál að hér er eiginlega ekki til neitt myndefni í svona þætti. Í útlöndum er hægt að mynda kastala, gömul málverk og styttur, merkar söguslóðir, en hér er eiginlega ekki neitt nema rigningin og rokið, heiðar og holt, kannski handritin, Sögualdarbærinn og smá spýtnabrak í Þjóðminjasafni. Þetta gæti semsagt orðið frekar dauflegt fyrir augað. Við vitum til dæmis ekkert um hvernig Snorri Sturluson leit út né nokkur af persónum Sturlungu - svo var íslenska þjóðin snauð af myndum. --- --- --- Náttúruverndarmálin munu halda áfram að þvælast fyrir Samfylkingunni. Í prófkjörum síðustu daga hafa sigurvegararnir verið menn sem eru hallir undir stóriðju, Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson á Norðausturlandi og Gunnar Svavarsson í Kraganu. Sá síðastnefndi er í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði sem hefur látið gera deiliskipulag fyrir stækkaða álverksmiðju í Straumsvík. Með þessa menn í fylkingarbrjósti verður dálítið erfitt að gera stefnuna sem kynnt var undir kjörorðinu Fagra Ísland trúverðuga. Hitt er svo satt að Sjálfstæðisflokkurinn er líka klofinn í stóriðjumálunum. Það er bara ekki jafn áberandi. --- --- --- Í nótt vaknaði ég við einkennilegt suð í húsinu. Ég fullvissaði mig um að þetta var ekki í eyrunum á mér og ekki heldur í neinu rafmagnstæki. Suðið er enn óútskýrt. Í andvökunni rifjaðist upp fyrir mér leikrit sem ég las þegar ég var formaður Herranætur í MR - Les batisseurs d´empire eftir Boris Vian. Þótt nafnið gefi til að það fjalli um heimsvaldasinna, þá segir það frá fjölskyldu sem hrekst hæð úr hæð í húsi af völdum óútskýrðs hávaða. Flokkast líklega undir absúrdisma. Vian var annars snillingur sem spilaði á trompet, samdi leikrit, kabaretta, skáldsögur, töffari sem var í klíkunni á Saint-Germain-des-Prés í kringum 1950 en dó fyrir aldur fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég ætla svosem ekki að segja mikið um dóminn yfir Saddam Hussein. Nema að mér finnst ömurlegt að taka fólk af lífi - líka þótt fjöldamorðingjar eigi í hlut. Betra að láta þá dúsa í fangelsi. Pólitískt séð er ábyggilega ekki heldur klókt að drepa karlinn, þótt Bush telji það kannski geta orðið sér til framdráttar heima fyrir. Sá merki blaðamaður og rithöfundur Max Hastings gerir þessu ágæt skil í Guardian í dag. Hann segir að Bush og Blair hafi ekki siðferðislegt vald til að hengja Saddam. Réttarhöldin virðast líka hafa verið skrípaleikur. Hinu tekur maður þó eftir að Saddam lítur furðu vel út miðað við aldur og fyrri störf. Eins og sjá má á þessari mynd virðast þeir jafnvel hafa leyft karlinum að halda svarta litnum sem hann makar í hárið á sér til að fela gráu hárin. Augabrúnirnar eru lika svartar, en skeggið hins vegar úlfgrátt. --- --- --- Innflytjendastefna Frjálslynda flokksins gæti verið mikil pólitísk tíðindi. Flokkar af þessu tagi hafa víða sprottið upp í Evrópu. Þeir hafa getað náð fylgi upp á tíu prósent, stundum aðeins meira, stundum minna. Yfirleitt þannig að aðrir flokkar telja sig þurfa að taka mið af því. Ef marka má viðbrögðin við málflutningi Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Jóns Magnússonar má vel ímynda sér að hið sama verði upp á teningnum hérna. Þetta fylgi myndu Frjálslyndir líklega sækja að töluverðu leyti til Sjálfstæðisflokksins. Þá er hætt við að sjálfstæðismenn telji að þurfi að setja undir lekann með því að taka upp harðari stefnu í innflytjendamálum. Þetta er það sem hefur gerst í löndunum í kringum okkur - og hví þá ekki hér? --- --- --- Illugi Gunnarsson leggur til að sett verði fé til að gera sjónvarpsþætti um sögu Íslands. Það er hin ágætasta hugmynd - auðvitað á Rúv að framleiða svona efni fremur en að keppa við einkastöðvarnar um fótbolta og útlenda framhaldsþætti. Þetta hefur þó smávægilega annmarka. Í fyrsta lagi er þegar búið að gera svona þætti um tuttugustu öldina. Þeir komu úr smiðju Hannesar Gissurarsonar - eins helsta einkavinar sjónvarpsins - og voru sýndir fyrir nokkrum árum. Ef farið er að framleiða svona þætti, er þá ekki nokkurn veginn víst að það komi í hlut einhvers slíks einkavinar? Í öðru lagi er vandamál að hér er eiginlega ekki til neitt myndefni í svona þætti. Í útlöndum er hægt að mynda kastala, gömul málverk og styttur, merkar söguslóðir, en hér er eiginlega ekki neitt nema rigningin og rokið, heiðar og holt, kannski handritin, Sögualdarbærinn og smá spýtnabrak í Þjóðminjasafni. Þetta gæti semsagt orðið frekar dauflegt fyrir augað. Við vitum til dæmis ekkert um hvernig Snorri Sturluson leit út né nokkur af persónum Sturlungu - svo var íslenska þjóðin snauð af myndum. --- --- --- Náttúruverndarmálin munu halda áfram að þvælast fyrir Samfylkingunni. Í prófkjörum síðustu daga hafa sigurvegararnir verið menn sem eru hallir undir stóriðju, Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson á Norðausturlandi og Gunnar Svavarsson í Kraganu. Sá síðastnefndi er í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði sem hefur látið gera deiliskipulag fyrir stækkaða álverksmiðju í Straumsvík. Með þessa menn í fylkingarbrjósti verður dálítið erfitt að gera stefnuna sem kynnt var undir kjörorðinu Fagra Ísland trúverðuga. Hitt er svo satt að Sjálfstæðisflokkurinn er líka klofinn í stóriðjumálunum. Það er bara ekki jafn áberandi. --- --- --- Í nótt vaknaði ég við einkennilegt suð í húsinu. Ég fullvissaði mig um að þetta var ekki í eyrunum á mér og ekki heldur í neinu rafmagnstæki. Suðið er enn óútskýrt. Í andvökunni rifjaðist upp fyrir mér leikrit sem ég las þegar ég var formaður Herranætur í MR - Les batisseurs d´empire eftir Boris Vian. Þótt nafnið gefi til að það fjalli um heimsvaldasinna, þá segir það frá fjölskyldu sem hrekst hæð úr hæð í húsi af völdum óútskýrðs hávaða. Flokkast líklega undir absúrdisma. Vian var annars snillingur sem spilaði á trompet, samdi leikrit, kabaretta, skáldsögur, töffari sem var í klíkunni á Saint-Germain-des-Prés í kringum 1950 en dó fyrir aldur fram.