Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór var afar hrifinn af körfuboltakappanum Brenton Birmingham rétt eins og fleiri hér á landi. vísir/getty/samsett Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum