Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira