Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira