Ábyrgðarlaust traust Hildur Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni. Þær sendi elskhugum nektarmyndir í skjóli trúnaðartrausts. Traustið sé gáleysislegt. Sambönd súrni. Þá megi konur vænta þess – náttúrulega – að myndir verði opinberaðar. Sökin sé þeirra eigin. Mér verður orða vant. Hvernig getur einn maður, sagt svo tóma vitleysu, af svo miklu ábyrgðarleysi, í svo fáum orðum? Traust er hornsteinn trúnaðar. Það er undirstaða samfélags. Stoðirnar reistar á fjölbreyttum trúnaðarsamböndum. Mann setur því hljóðan og verður spurn: Telur geðlæknir – sem hefur lífsviðurværi sitt af trúnaðartrausti – heimilt að rjúfa trúnað? Hvernig væri samfélag án trausts? Gildir síður trúnaður um netsamskipti? Er ábyrgðarlaust að treysta? Ummæli geðlæknisins eru ömurleg. Þau eru lögfræðilega ómöguleg. Þau eru afturför í almennt uppbyggilegri samfélagsumræðu um kynferðisbrot. Þau eru svokölluð druslusmánun. Þau réttlæta trúnaðarbrot – og sekta fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er átakanlegt að fagaðili, sem eflaust veitir fórnarlömbum hrellikláms geðhjálp, skuli miðla svo skaðlegri heimsmynd. Hrelliklám er rísandi vandamál. Það á heima í umræðu með öðrum kynferðisbrotum. Öðru ofbeldi. Ofbeldi er aldrei fórnarlambanna að leysa. Það er gerendanna að leysa. Hefjum ekki umræðuna frá öfugum enda. Sendum skýr skilaboð. Á rétta viðtakendur. Ekki bregðast trausti. Ekki beita ofbeldi. Ekki svíkja. Ekki meiða. Ekki nauðga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni. Þær sendi elskhugum nektarmyndir í skjóli trúnaðartrausts. Traustið sé gáleysislegt. Sambönd súrni. Þá megi konur vænta þess – náttúrulega – að myndir verði opinberaðar. Sökin sé þeirra eigin. Mér verður orða vant. Hvernig getur einn maður, sagt svo tóma vitleysu, af svo miklu ábyrgðarleysi, í svo fáum orðum? Traust er hornsteinn trúnaðar. Það er undirstaða samfélags. Stoðirnar reistar á fjölbreyttum trúnaðarsamböndum. Mann setur því hljóðan og verður spurn: Telur geðlæknir – sem hefur lífsviðurværi sitt af trúnaðartrausti – heimilt að rjúfa trúnað? Hvernig væri samfélag án trausts? Gildir síður trúnaður um netsamskipti? Er ábyrgðarlaust að treysta? Ummæli geðlæknisins eru ömurleg. Þau eru lögfræðilega ómöguleg. Þau eru afturför í almennt uppbyggilegri samfélagsumræðu um kynferðisbrot. Þau eru svokölluð druslusmánun. Þau réttlæta trúnaðarbrot – og sekta fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er átakanlegt að fagaðili, sem eflaust veitir fórnarlömbum hrellikláms geðhjálp, skuli miðla svo skaðlegri heimsmynd. Hrelliklám er rísandi vandamál. Það á heima í umræðu með öðrum kynferðisbrotum. Öðru ofbeldi. Ofbeldi er aldrei fórnarlambanna að leysa. Það er gerendanna að leysa. Hefjum ekki umræðuna frá öfugum enda. Sendum skýr skilaboð. Á rétta viðtakendur. Ekki bregðast trausti. Ekki beita ofbeldi. Ekki svíkja. Ekki meiða. Ekki nauðga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun