Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 13:28 Pétur Árni hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. vísir/bára Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV.
Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Sjá meira
HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti