Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um rétt tæpt 21 prósent við opnun Kauphallarinnar í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Straumi, sem féll um 5,92 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,65 prósent og Marel Food Systems um 0,59 prósent.
Ekkert félag hefur hækkað í byrjun dags.
Þróunin dró niður báðar Úrvalsvísitölurnar. Gamla vísitalan (OMXI15) féll um 2,49 prósent og skall í 277 stig en nýja vísitalan (OMXI6) lækkaði um 1,74 prósent og situr nú í 836 stigum.