Hverju breyta útlendir eigendur? Ólafur Stephensen skrifar 12. ágúst 2010 08:15 Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög. Viðskiptaráðherra hefur falið nefnd um erlenda fjárfestingu rannsóknina. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær eiga Kínverjarnir 43 prósenta hlut í Stormi með óbeinum hætti, í gegnum eignarhlut í íslenzkum félögum sem eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Lengi hefur verið vitað að slík óbein eignaraðild, upp á 49 prósent að hámarki, er lögleg hér á landi. Þetta hefur komið fram í almennum umræðum, á Alþingi og í opinberum gögnum sjávarútvegsráðuneytisins, sem notuð hafa verið til að útskýra fjárfestingarumhverfið hér á landi. Jóni Bjarnasyni hefði átt að duga að fá afhenta frekar einfalda skýringarmynd, sem hans eigið ráðuneyti hefur útbúið til að skýra núverandi lög. Í staðinn vill hann „rannsókn" sem virðist álíka þörf og rannsókn á máli ökumanns sem ekur á 85 kílómetra hraða á klukkustund á vegi, þar sem hámarkshraðinn er 90. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fyrr í vikunni fyrrverandi ríkisstjórn fyrir „andvaraleysi, kæruleysi og hirðuleysi" með því að láta óbeint erlent eignarhald í sjávarútvegi viðgangast - sem er þó lögum samkvæmt og ekkert leyndarmál. Einkum af hálfu Vinstri grænna, en einnig í öðrum flokkum, er nú talað eins og erlent eignarhald í atvinnulífinu sé í sjálfu sér glæpur og af hinu illa. Þeir sem svona tala telja sig ekki þurfa að ræða kosti eða galla erlends eignarhalds; það sé vont, punktur. Það sem raunverulega er ástæða til að rannsaka er hvort hin fáu dæmi um óbeint erlent eignarhald í íslenzkum sjávarútvegi hafi haft æskileg eða óæskileg áhrif. Hafa störf horfið úr landi? Hefur hagnaður farið úr landi og arður samfélagsins af sjávarútveginum minnkað? Kemur það sjávarútvegsfyrirtækjum hugsanlega til góða að fá erlent áhættufé í stað erlends lánsfjár, sem er að sliga þau mörg? Koma útlendir eigendur með verðmæta þekkingu, reynslu og sambönd inn í sjávarútveginn eða eru þeir til óþurftar? Lykilspurning er þessi: Hefur eitthvað gerzt vegna erlends eignarhalds í íslenzkum sjávarútvegi, sem ekki hefur gerzt vegna eignarhalds íslenzkra útgerðarfélaga í útlendum sjávarútvegsfyrirtækjum? Felur erlend fjárfesting ekki í sér gagnkvæman hag fjárfesta og heimamanna, eins og yfirleitt virðist hafa verið raunin þegar íslenzkir útgerðarmenn kaupa erlend fyrirtæki? Ef niðurstaðan verður sú að erlent eignarhald hafi meiri jákvæð áhrif en neikvæð, er þá ekki nær að tala um að rýmka reglurnar og opna fyrir beina erlenda fjárfestingu í sjávarútveginum; hafa sambærilegar reglur og íslenzka útgerðin fer eftir þegar hún fjárfestir víða erlendis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög. Viðskiptaráðherra hefur falið nefnd um erlenda fjárfestingu rannsóknina. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær eiga Kínverjarnir 43 prósenta hlut í Stormi með óbeinum hætti, í gegnum eignarhlut í íslenzkum félögum sem eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Lengi hefur verið vitað að slík óbein eignaraðild, upp á 49 prósent að hámarki, er lögleg hér á landi. Þetta hefur komið fram í almennum umræðum, á Alþingi og í opinberum gögnum sjávarútvegsráðuneytisins, sem notuð hafa verið til að útskýra fjárfestingarumhverfið hér á landi. Jóni Bjarnasyni hefði átt að duga að fá afhenta frekar einfalda skýringarmynd, sem hans eigið ráðuneyti hefur útbúið til að skýra núverandi lög. Í staðinn vill hann „rannsókn" sem virðist álíka þörf og rannsókn á máli ökumanns sem ekur á 85 kílómetra hraða á klukkustund á vegi, þar sem hámarkshraðinn er 90. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fyrr í vikunni fyrrverandi ríkisstjórn fyrir „andvaraleysi, kæruleysi og hirðuleysi" með því að láta óbeint erlent eignarhald í sjávarútvegi viðgangast - sem er þó lögum samkvæmt og ekkert leyndarmál. Einkum af hálfu Vinstri grænna, en einnig í öðrum flokkum, er nú talað eins og erlent eignarhald í atvinnulífinu sé í sjálfu sér glæpur og af hinu illa. Þeir sem svona tala telja sig ekki þurfa að ræða kosti eða galla erlends eignarhalds; það sé vont, punktur. Það sem raunverulega er ástæða til að rannsaka er hvort hin fáu dæmi um óbeint erlent eignarhald í íslenzkum sjávarútvegi hafi haft æskileg eða óæskileg áhrif. Hafa störf horfið úr landi? Hefur hagnaður farið úr landi og arður samfélagsins af sjávarútveginum minnkað? Kemur það sjávarútvegsfyrirtækjum hugsanlega til góða að fá erlent áhættufé í stað erlends lánsfjár, sem er að sliga þau mörg? Koma útlendir eigendur með verðmæta þekkingu, reynslu og sambönd inn í sjávarútveginn eða eru þeir til óþurftar? Lykilspurning er þessi: Hefur eitthvað gerzt vegna erlends eignarhalds í íslenzkum sjávarútvegi, sem ekki hefur gerzt vegna eignarhalds íslenzkra útgerðarfélaga í útlendum sjávarútvegsfyrirtækjum? Felur erlend fjárfesting ekki í sér gagnkvæman hag fjárfesta og heimamanna, eins og yfirleitt virðist hafa verið raunin þegar íslenzkir útgerðarmenn kaupa erlend fyrirtæki? Ef niðurstaðan verður sú að erlent eignarhald hafi meiri jákvæð áhrif en neikvæð, er þá ekki nær að tala um að rýmka reglurnar og opna fyrir beina erlenda fjárfestingu í sjávarútveginum; hafa sambærilegar reglur og íslenzka útgerðin fer eftir þegar hún fjárfestir víða erlendis?