Lífið

Hefur fengið nóg af karlmönnum

Halle Berry. MYND/Cover Media
Halle Berry. MYND/Cover Media

Leikkonan Halle Berry, 44 ára, ætlar að hvíla sig á hinu kyninu.

Halle, sem hætti með kærastanum Gabriel Aubry fyrr á þessu ári, hefur sagt vinum sínum að hún er búin að fá nóg af því að hitta karlmenn í bili. Halle ætlar að hvíla sig á karlmönnum næstu 12 mánuðina eða svo.

„Hún ætlar ekki að eiga í ástarsambandi við karlmann í að minnsta kosti eitt ár," sagði vinur Halle við tímaritið Us Weekly.

„Halle þarf virkilega á pásu að halda núna."

Halle og Gabriel eiga saman tveggja ára gamla dóttur, Nöhlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.