Lífið

Ég er þögla óstyrka týpan

Daniel Radcliffe. MYND/Cover Media
Daniel Radcliffe. MYND/Cover Media

Harry Potter stjarnan Daniel Radcliffe, 21 árs, segist vera óspennandi og leiðinlegur þegar kemur að rómantískum stefnumótum.

Ástæðan segir hann vera áhyggjur hans yfir því að stefnumótin verði leiðinleg og óáhugaverð.

Daniel hefur nú lokið við að leika í lokakaflanum um töfrastrákinn Harry Potter og leyfir sér því að njóta lífsins og slaka á.

Leikarinn viðurkennir að hann talar ekki nægilega mikið þegar hann hittir konur.

„Ég er þögla óstyrka týpan en ég þarf virkilega að leggja mig fram við að finna upp á áhugaverðum samræðum. Ég fæ til að mynda kvíðakast þegar vandræðaleg þögn kemur upp," sagði Daniel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.