Handbolti

Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. Vestmannaeyjabær bauð upp á móttöku á Básaskersbryggju eftir seinustu ferð Herjólfs og tóku bæjarbúar vel á móti hetjunum sínum.

Stuðningsfólk Eyjaliðsins með Hvítu riddarana okkar í broddi fylkingar vakti gríðarlega athygli fyrir gleði sína og jákvæðan stuðning og enginn vafi er á því að það voru þeir sem gáfu sínum leikmönnum kraftinn til að landa sigrinum á lokamínútunum á Ásvöllum í gær.

Ævar Austfjörð var einn af mörgum stoltum Eyjamönnum sem tóku á móti liðinu á bryggjunni seint í gærkvöldi og Ævar tók upp þetta myndband sem sjá má hér fyrir neðan. Eyjamenn sem voru staddir á Herjólfsbryggjunni gleyma þeirri upplifun örugglega aldrei en við hin fáum smá sýnishorn af magnaðri stemmningu hér fyrir neðan.

Það væri vissulega gaman að fá að sjá fleiri myndbönd frá bryggjunni í Eyjum í gær og þeir sem vilja deila sínum myndböndum mega endilega senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

Það er allt kolgeggjað í Eyjum

"Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×