„Konur eru konum bestar“ færðu Krafti 3,7 milljónir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:00 Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir ásamt Huldu Hjálmarsdóttur (Fyrir miðju). Trendnet/Elísabet Góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar gekk vonum framar í ár og söfnuðust 3,7 milljónir fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir standa fyrir verkefninu og færðu þær Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts ágóðann af sölu bolanna. „Þakklæti er mér efst í huga eftir þessa góðu morgunstund sem gaf svo sannarlega jólahlýju í hjartað. Takk til allra sem eruð með okkur í þessu verkefni sem hefur stækkað og þróast svo fallega síðustu þrjú árin og mun halda áfram árlega átaki sínu næstu árin,“ segir Elísabet í færslu á Trendnet. Verkefnið var haldið í þriðja sinn á þessu ári og vildu þær bæði styrkja gott málefni og hvetja konur til meiri samstöðu í leiðinni. Á bolum sem framleiddir voru fyrir þetta verkefni er skrifað Konur eru konum bestar. Í ár var einnig teikning eftir Rakel Tómasdóttur á bakinu en hún notar mikið kvenlíkamann í sínum verkum. Á bakvið þær má sjá hluta af röðinni sem myndaðist þegar Konur eru konum bestar bolirnir fóru í sölu.Trendnet/Elísabet Klappliðið stækkar hratt „Við höfum valið mismunandi félög og málefni til að styrkja við hverju sinni og í ár þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um áður en við völdum félag til að létta undir. Kraftur hefur átt sérstaklega skrítið ár 2019 og margir félagar fallið frá, allt of ungir að árum, það hlýjar því innst að hjartarótum að geta látið gott af sér leiða og gefið eitthvað í þetta óeigingjarna starf sem þarna er unnið,“ segir Elísabet. Eins og kom fram á Vísi í haust þekkir Elísabet persónulega tvær fjölskyldur sem þurftu að kveðja ungan ástvin vegna krabbameins í sumar. Konur eru konum bestar bolurinn var seldur í versluninni AndreA á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Löng röð myndaðist þegar bolurinn fór í sölu og var hann svo einnig seldur í vefverslun. Trendnet/Elísabet „Þetta gleður bara meira og meira með hverju árinu sem líður og það er á hreinu að klappliðið stækkar hratt og örugglega. Líklega þurfum við stærra húsnæði til að halda þetta í að ári,“ segir Elísabet ánægð í samtali við Vísi. Árið 2017 var verkefninu hrundið af stað og söfnuðu þær þá einn milljón fyrir Kvennaathvarfið. Árið 2018 völdu þær að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar og söfnuðu þá 1,9 milljón. Í ár söfnuðu þær svo eins og áður sagði 3,7 milljónum til styrktar Krafts. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bolirnir seldust upp og gott betur en það Það var líf og fjör í versluninni AndreA á Laugavegi á fimmtudaginn þegar Konur eru konum bestar-bolirnir fóru í sölu. Teymið á bak við verkefnið er afar ánægt með viðbrögðin sem bolirnir vöktu. 24. júní 2017 20:00 „Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Ástrós Rut missti eiginmann sinn í júní á þessu ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Hún ræðir kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. 28. október 2019 19:15 „Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Elísabet Gunnars segir að það sé mikilvægt að konur standi saman. 9. september 2019 22:15 Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 3. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar gekk vonum framar í ár og söfnuðust 3,7 milljónir fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir standa fyrir verkefninu og færðu þær Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts ágóðann af sölu bolanna. „Þakklæti er mér efst í huga eftir þessa góðu morgunstund sem gaf svo sannarlega jólahlýju í hjartað. Takk til allra sem eruð með okkur í þessu verkefni sem hefur stækkað og þróast svo fallega síðustu þrjú árin og mun halda áfram árlega átaki sínu næstu árin,“ segir Elísabet í færslu á Trendnet. Verkefnið var haldið í þriðja sinn á þessu ári og vildu þær bæði styrkja gott málefni og hvetja konur til meiri samstöðu í leiðinni. Á bolum sem framleiddir voru fyrir þetta verkefni er skrifað Konur eru konum bestar. Í ár var einnig teikning eftir Rakel Tómasdóttur á bakinu en hún notar mikið kvenlíkamann í sínum verkum. Á bakvið þær má sjá hluta af röðinni sem myndaðist þegar Konur eru konum bestar bolirnir fóru í sölu.Trendnet/Elísabet Klappliðið stækkar hratt „Við höfum valið mismunandi félög og málefni til að styrkja við hverju sinni og í ár þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um áður en við völdum félag til að létta undir. Kraftur hefur átt sérstaklega skrítið ár 2019 og margir félagar fallið frá, allt of ungir að árum, það hlýjar því innst að hjartarótum að geta látið gott af sér leiða og gefið eitthvað í þetta óeigingjarna starf sem þarna er unnið,“ segir Elísabet. Eins og kom fram á Vísi í haust þekkir Elísabet persónulega tvær fjölskyldur sem þurftu að kveðja ungan ástvin vegna krabbameins í sumar. Konur eru konum bestar bolurinn var seldur í versluninni AndreA á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Löng röð myndaðist þegar bolurinn fór í sölu og var hann svo einnig seldur í vefverslun. Trendnet/Elísabet „Þetta gleður bara meira og meira með hverju árinu sem líður og það er á hreinu að klappliðið stækkar hratt og örugglega. Líklega þurfum við stærra húsnæði til að halda þetta í að ári,“ segir Elísabet ánægð í samtali við Vísi. Árið 2017 var verkefninu hrundið af stað og söfnuðu þær þá einn milljón fyrir Kvennaathvarfið. Árið 2018 völdu þær að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar og söfnuðu þá 1,9 milljón. Í ár söfnuðu þær svo eins og áður sagði 3,7 milljónum til styrktar Krafts.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bolirnir seldust upp og gott betur en það Það var líf og fjör í versluninni AndreA á Laugavegi á fimmtudaginn þegar Konur eru konum bestar-bolirnir fóru í sölu. Teymið á bak við verkefnið er afar ánægt með viðbrögðin sem bolirnir vöktu. 24. júní 2017 20:00 „Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Ástrós Rut missti eiginmann sinn í júní á þessu ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Hún ræðir kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. 28. október 2019 19:15 „Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Elísabet Gunnars segir að það sé mikilvægt að konur standi saman. 9. september 2019 22:15 Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 3. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Bolirnir seldust upp og gott betur en það Það var líf og fjör í versluninni AndreA á Laugavegi á fimmtudaginn þegar Konur eru konum bestar-bolirnir fóru í sölu. Teymið á bak við verkefnið er afar ánægt með viðbrögðin sem bolirnir vöktu. 24. júní 2017 20:00
„Ég er aldrei að fara að gleyma honum“ Ástrós Rut missti eiginmann sinn í júní á þessu ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Hún ræðir kveðjustund þeirra, sorgina, fósturmissi og framtíðina. 28. október 2019 19:15
„Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt“ Elísabet Gunnars segir að það sé mikilvægt að konur standi saman. 9. september 2019 22:15
Ragnar um Fanneyju: „Hún mun aldrei gleymast og mun alltaf verða heiðruð og virt“ Ragnar Snær Njálsson hefur gengið í gegnum erfiðari hluti en flestir jafnaldrar hans. Eiginkona hans Fanney Eiríksdóttir lést í sumar eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. 3. nóvember 2019 10:00