Bíó og sjónvarp

Yfir fjörutíu þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi

Stefán Árni Pálssson skrifar
Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni.
Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni. vísir
Eftir aðeins tvær vikur í sýningum er Everest, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, orðin tekjuhæsta mynd ársins 2015 en hún tekur titilinn af Skósveinunum.

Tæplega 41.000 manns hafa séð Everest og á myndin ennþá eftir margar vikur í sýningu.

Universal kvikmyndaverið er með þrjár tekjuhæstu myndir 2015 en þær eru Everest, Skósveinarnir og Jurassic World. Myndform sér um dreifingu á Íslandi fyrir Universal.


Tengdar fréttir

Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann

Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák.

Hvernig Baltasar Kormákur er LeBron James Íslands - og öfugt

Að fara og sigra heiminn, koma svo aftur heim og fá fólkið úr hverfinu til að taka þátt í snilldinni. Þetta gætu verið einkunnarorð leikstjórans Baltasars Kormáks og NBA-stjörnunnar LeBron James. Lífið ber sama feril beggja stjarnanna, sem virðast nú í sínu besta formi.

Krakauer um Everest Balta: „Algjört bull“

Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, en hann var einn af þeim sem náðu toppi fjallsins í leiðangrinum örlagaríka 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.