Patrekur vill vinna með Bogdan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta. Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59