Leikjavísir

Angry Birds er vinsælasti tölvuleikur veraldar

Angry Birds nýtur gríðarlegra vinsælda víðsvegar um heim.
Angry Birds nýtur gríðarlegra vinsælda víðsvegar um heim. mynd/AFP
Tölvuleikurinn Angry Birds er sá vinsælasti í heimi. Í tilkynningu frá framleiðanda leiksins, Rovio, kemur fram að náð hefur verið í leikinn 500 milljón sinnum.

Peter Westerbacka, stofnandi Rovio, sagði á ráðstefnu í Finnlandi í dag að tölvuleikurinn væri sá vinsælasti í heimi.

Vinsældir Angry Birds eru vissulega miklar en talið er að leiknum hafi verið niðurhalað 100 milljónum sinnum á síðustu tveimur vikum.

Westerbacka greindi frá því að leikurinn væri alls spilaður í 300 milljón mínútur daglega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×