Handbolti

Aron Pálmarsson spilar aftur með FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron búinn að leika á Didier Dinart í landsleik
Aron búinn að leika á Didier Dinart í landsleik Nordic Photos/AFP
Stórskyttan Aron Pálmarsson mun klæðast FH-treyjunni á nýjan leik á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistararnir mæta U-19 ára landsliði Íslands í æfingaleik. Leikurinn verður einnig kveðjuleikur Ólafs Guðmundssonar með FH en hann heldur á næstunni til Danmerkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn.

Nánar er fjallað er um leikinn á heimasíðu FH.

U-19 ára landslið Íslands er í miðjum undirbúningi fyrir opna Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð 3.-10. júlí. Íslenska liðið er í riðli með Belgum, Finnum, Hollendingum og Rússum.

Landsliðshópur Íslands er þannig skipaður

Markmenn:

Brynjar Darri Baldursson, Stjarnan

Sigurður Ingiberg Ólafsson, Valur

Aðrir leikmenn:

Arnar Daði Arnarsson Valur

Árni Benedikt Árnason Grótta

Ásgeir Jóhann Kristinsson, Akureyri

Bjartur Guðmundsson Valur

Guðmundur Hólmar Helgason Akureyri

Garðar Sigurjónsson Stjarnan

Geir Guðmundsson Akureyri

Ísak Rafnsson FH

Leó Pétursson HK

Magnús Óli Magnússon FH

Pétur Júníusson UMFA

Rúnar Kristmansson Stjarnan

Sveinn Aron Sveinsson Valur

Víglundur Þórsson Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×