Innlent

Fimleikadeildin fer yfir öryggisatriði

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint Úr safni
„Það er að sjálfsögðu ömurlegt að þetta hafi gerst og alltaf leiðinlegt þegar að iðkendur okkar slasa sig,“ segir Birgir Ásgeir Kristjánsson, formaður fimleikafélags Selfoss.

Fjórtán ára gömul fimleikastúlka tví fótbrotnaði þegar hún féll af trampólíni skömmu fyrir æfingu í íþróttasal Sunnulækjarskóla á Selfossi um sex leitið í gær. Brotin voru opin á báðum fótum og var hún flutt með sjúkrabíl í skyndi á Slysadeild Landsspítalans í gærkvöldi.

Þrjár vinkonur hennar voru í losti eftir slysið en nutu hughreystingar lögreglu, þjálfara og loks foreldra. Ein leitaði sér áfallahjálpar.

Samkvæmt frumrannsókn lögreglu voru þær fjórar saman á ílöngu æfingatrampólíni, sem er mun kraftmeira en venjulegt trampólín. Leikur þeirra fólst í því að þrjár stukku samtímis niður á trampólínið og skutu þeirri fjórðu, sem á því stóð, langt upp í loftið.

Þegar kom að þeirri sem slasaðist, virðist hún á síðustu stundu hafa ætlað að hætta við og beygði sig í hnánum,

en krafturinn var svo mikill upp á við að fótleggir hennar brotnuðu.

Birgir Ásgeir segir fimleikadeildin muni skoða slysið á næstu dögum. „Við munum klárlega fara yfir öll öryggisatriði með íþróttahúsinu og herða á þeim,“ segir hann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×