Innlent

Sjón fær góða dóma í The Guardian

Sjón er lýst sem óvenjulegum og frumlegum rithöfundi.
Sjón er lýst sem óvenjulegum og frumlegum rithöfundi.
Virtur enskur rithöfundur hælir ljóða- og skaldsagnarithöfundinum Sjón fyrir skáldsöguna Rökkurbýsnir, í gagnrýni sinni sem birtist í breska blaðinu The Guardian fyrr í mánuðinum.

Rithöfundurinn AS Byatt, sem skrifar gagnrýnina, komst á lista The Times yfir 50 bestu rithöfunda Bretlands frá lokum seinni heimsstyrjaldar, en nú starfar hún meðal annars sem bókagagnrýnandi hjá The Guardian.

Byatt lýsir Sjón sem óvenjulegum og frumlegum rithöfundi og talar í senn um grófleika og fágun, skýrleika og undarlegheit bókarinnar, sem hún segir vera stórkostlega.

Þá segir hún bókina vera fulla af stórkostlegum smáatriðum, óvæntum snúningum og yndisaukum. Bókin blandi saman nákvæmum athugunum og stórkostlegu ímyndunarafli en sagan sé hugvitsamlega smíðuð. Hver hluti hennar fletti ofan af nýrri sýn á hinn horfna heim.

Nálgast má gagnrýnina í heild sinni á vefsíðu The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×