Innlent

3300 búnir að sækja um 110% leiðina

Um 300 umsóknir bárust bara í gær um 110%-leiðina enda fresturinn rétt að renna út
Um 300 umsóknir bárust bara í gær um 110%-leiðina enda fresturinn rétt að renna út
Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að eftir á að hyggja hefði eflaust verið einfaldara að notast við fasteignamat í stað markaðsvirðis fasteignar þegar kemur að 110%-leiðinni. Umsóknir hrannast nú inn til Íbúðalánasjóðs en frestur til að sækja um 110%-leiðina rennur út á miðnætti á morgun þegar 1. júlí gengur í garð.

Sigurður var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þetta úrræði sem skuldurum stendur til boða.

Hann sagði að á miðnætti hefðu um 3300 verið búnir að sækja um en fyrirfram var talið að allt að níu þúsund gætu nýtt sér þennan rétt. Bara í gær komu inn um 300 umsóknir og því mikið að gera hjá Íbúðalánasjóði.

Margir eru óvissir um hvort þeir eiga rétt á niðurfellingu samkvæmt þeim skilmálum sem miðað er við og hvatti Sigurður fólk í þeirri stöðu hreinlega til að sækja um og sjá hver niðurstaða verður. Hann benti á að það tekur ekki nema um hálftíma, kannski klukkutíma, að ganga frá umsókninni og að meðaltali hefur fólk fengið 2,2 milljónir felldar niður sem sé þá heldur gott tímakaup.

Ítarlegt viðtal við Sigurð Í bítinu um 110%-leiðina má hlusta á með því að smella á tengilinn hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×