Sjálfsfróun og kynhneigð Sigga Dögg skrifar 29. júní 2011 11:10 Hæ Sigga, mig langar að vita hvað er að vera bi-curious og hversu mörgum líður þannig? Er þetta algeng tilfinning og fylgir fólk henni eftir? Svar: Til að svara flókinni spurningu á einfaldan hátt þá er mjög algengt að hugsa kynferðislega um aðila af sama kyni. Kynhneigð og kynhegðun fer ekki alltaf saman. Kynhneigð er flókið fyrirbæri sem þarf að skoða út frá hegðun og tilfinningum, sérstaklega ef viðkomandi er óviss um kynhneigð sína. Það virðist vera algengara að konur séu forvitnar um kynlíf með öðrum konum. Þá telja sumir að um þriðjungur gagnkynhneigðra kvenna hafi haft kynferðislegar hugsanir og/eða upplifanir með öðrum konum. Það sama virðist ekki gilda um karlmenn og eru þeim settar töluvert þrengri skorður. Þetta getur haldist í hendur við hversu opinskátt fjallað er um málið í samfélaginu. Einnig spila inn í viðhorf líkt og fordæming, til dæmis að gagnkynhneigðir karlar geti ekki verið með öðrum körlum, og tískubylgjur, líkt og að það sé „flippað“ að gagnkynhneigðar stelpur fari í sleik hver við aðra. Þá eru til þeir sem neita að flokkast undir ákveðna kynhneigð og verða ástfangnir af viðkomandi einstaklingi, óháð líffræðilegu kyni hans.Sæl Sigga Dögg, Fyrst vil ég hrósa þér fyrir skemmtilega og fræðandi pistla. Mig langaði að athuga hvort þú sætir á einhverjum ráðum fyrir konur á miðjum aldri sem finna til lítillar kynlífslöngunar? Ég er ein slík og er dagamunur á hvort það pirrar mig eða ekki, stundum langar mig að finnafyrir þessari nánd með manni mínum sem kemur í kjölfar samlífs, aðra daga leiði ég hugann lítið að þessu. Svar: Margt getur spilað inn í kynlífslöngun. Ein rannsókn sýnir að líkamsímynd hafði sterkari áhrif á kynlífslöngun og kynferðislega ánægju en breytingaskeiðið! Því gæti verið áhugavert fyrir þig að skoða þína líðan í því samhengi. Umdeildur ástralskur kynfræðingur líkti kynferðislegri löngun kvenna við hringrás sem byggir á samspili tíðni kynferðislegrar hegðunar og hugsana. Því oftar sem þú stundar ánægjulegt kynlíf, hvort sem er ein eða með maka, því meiri verður löngunin. Þannig skapast jákvæð endurgjöf því jákvæðar afleiðingar kynlífs, líkt og afslöppun, nánd og vellíðan, auka líkurnar á að þú viðhaldir hegðuninni. Sami kynfræðingur taldi einnig að konur ættu að leyfa sér að hugsa um kynlíf og njóta þess þegar þær finndu til löngunar. Hér er sjálfsfróun mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt að konur stunda síður sjálfsfróun en karlar og það getur á vissan hátt útskýrt minni kynlífslöngun. Þá vil ég mæla með að þú prófir sleipiefni með næstu atlotum þar sem það hefur sýnt sig að það geti bætt kynferðislegan unað beggja aðila. Nú er mál að leyfa sér að eiga notalega stund með sjálfri þér og þegar þú ert tilbúin, að bjóða makanum með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Hæ Sigga, mig langar að vita hvað er að vera bi-curious og hversu mörgum líður þannig? Er þetta algeng tilfinning og fylgir fólk henni eftir? Svar: Til að svara flókinni spurningu á einfaldan hátt þá er mjög algengt að hugsa kynferðislega um aðila af sama kyni. Kynhneigð og kynhegðun fer ekki alltaf saman. Kynhneigð er flókið fyrirbæri sem þarf að skoða út frá hegðun og tilfinningum, sérstaklega ef viðkomandi er óviss um kynhneigð sína. Það virðist vera algengara að konur séu forvitnar um kynlíf með öðrum konum. Þá telja sumir að um þriðjungur gagnkynhneigðra kvenna hafi haft kynferðislegar hugsanir og/eða upplifanir með öðrum konum. Það sama virðist ekki gilda um karlmenn og eru þeim settar töluvert þrengri skorður. Þetta getur haldist í hendur við hversu opinskátt fjallað er um málið í samfélaginu. Einnig spila inn í viðhorf líkt og fordæming, til dæmis að gagnkynhneigðir karlar geti ekki verið með öðrum körlum, og tískubylgjur, líkt og að það sé „flippað“ að gagnkynhneigðar stelpur fari í sleik hver við aðra. Þá eru til þeir sem neita að flokkast undir ákveðna kynhneigð og verða ástfangnir af viðkomandi einstaklingi, óháð líffræðilegu kyni hans.Sæl Sigga Dögg, Fyrst vil ég hrósa þér fyrir skemmtilega og fræðandi pistla. Mig langaði að athuga hvort þú sætir á einhverjum ráðum fyrir konur á miðjum aldri sem finna til lítillar kynlífslöngunar? Ég er ein slík og er dagamunur á hvort það pirrar mig eða ekki, stundum langar mig að finnafyrir þessari nánd með manni mínum sem kemur í kjölfar samlífs, aðra daga leiði ég hugann lítið að þessu. Svar: Margt getur spilað inn í kynlífslöngun. Ein rannsókn sýnir að líkamsímynd hafði sterkari áhrif á kynlífslöngun og kynferðislega ánægju en breytingaskeiðið! Því gæti verið áhugavert fyrir þig að skoða þína líðan í því samhengi. Umdeildur ástralskur kynfræðingur líkti kynferðislegri löngun kvenna við hringrás sem byggir á samspili tíðni kynferðislegrar hegðunar og hugsana. Því oftar sem þú stundar ánægjulegt kynlíf, hvort sem er ein eða með maka, því meiri verður löngunin. Þannig skapast jákvæð endurgjöf því jákvæðar afleiðingar kynlífs, líkt og afslöppun, nánd og vellíðan, auka líkurnar á að þú viðhaldir hegðuninni. Sami kynfræðingur taldi einnig að konur ættu að leyfa sér að hugsa um kynlíf og njóta þess þegar þær finndu til löngunar. Hér er sjálfsfróun mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt að konur stunda síður sjálfsfróun en karlar og það getur á vissan hátt útskýrt minni kynlífslöngun. Þá vil ég mæla með að þú prófir sleipiefni með næstu atlotum þar sem það hefur sýnt sig að það geti bætt kynferðislegan unað beggja aðila. Nú er mál að leyfa sér að eiga notalega stund með sjálfri þér og þegar þú ert tilbúin, að bjóða makanum með.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun