Innlent

Þurfa skírteini vegna rítalíns

Nú þarf að framvísa lyfjaskírteini til þess að fá rítalíni ávísað hjá lækni.
Nú þarf að framvísa lyfjaskírteini til þess að fá rítalíni ávísað hjá lækni. Mynd/Róbert
Samkvæmt nýjum tillögum landlæknis verður gerð krafa um að allir á methylhpenidat-lyfjum (rítalíni) séu með lyfjaskírteini til að fá þeim ávísað. Samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi um áramót, geta einungis geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar, taugalæknar og barnalæknar sótt um lyfjaskírteini fyrir þá einstaklinga sem þurfa á lyfjunum að halda.

Samkvæmt landlækni benda fyrstu niðurstöður til þess að breyttu reglugerðirnar séu að bera árangur, þó fær enn nokkur fjöldi einstaklinga lyfjunum ávísað án skírteinis.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×