Innlent

Fluttu inn 1,5 kíló af kókaíni frá Spáni

Andri Þór Valgeirsson var á síðasta ári dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla, ásamt fleirum, 1,7 kílóum af kókaíni frá Spáni.
Andri Þór Valgeirsson var á síðasta ári dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla, ásamt fleirum, 1,7 kílóum af kókaíni frá Spáni.
Tveir karlmenn, Andri Þór Valgeirsson og Guðmundur Berg Hjaltason, hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að standa saman að smygli á 1,5 kílóum af kókaíni til landsins. Andri Þór var dæmdur í tveggja ára fangelsi en Guðmundur í átján mánaða fangelsi.

Tollgæslan lagði hald á póstsendingu í janúar 2010 sem talin var innihalda maríjúana. Í framhaldinu var leitað í húsi á Snorrabraut, þar sem fannst íþróttataska með klippum sem á fannst hvítt efni sem talið var vera kókaín. Þar fannst einnig merkimiði af tösku sem sýndi að Guðmundur hafði komið frá Alicante á Spáni í nóvember 2009.

Guðmundur játaði kókaínsmygl hjá lögreglu og kvaðst hafa farið með töskuna til Andra. Í dómsal breytti hann framburði sínum og kvaðst hafa smyglað efnunum fyrir annað ónafngreint fólk. Andri kvaðst ekkert vita um málið. Dómurinn taldi breyttan framburð Guðmundar ótrúverðugan.

Í dómskjölum kom fram að Guðmundur hefði átt að fá 100 grömm af kókaíni og fíkniefnaskuld lækkaða úr 600 þúsundum í 200 þúsund fyrir ferðina. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×