Innlent

Sviku út fé í gegnum síma

Hrapparnir sviku féð út hjá Íslandsbanka þáverandi.
Hrapparnir sviku féð út hjá Íslandsbanka þáverandi.
Fangi á Litla-Hrauni hefur verið dæmdur fyrir að svíkja út fé og samfangi hans fyrir að hjálpa honum. Sá sem þyngri dóminn fékk var dæmdur í fimm mánaða fangelsi en hinn í tveggja mánaða fangelsi.

Fanginn sem stóð fyrir fjársvikunum hringdi í þjónustuver Íslandsbanka, þóttist vera annar maður og lét millifæra yfir á eigin reikning 180 þúsund krónur. Síðan fékk hann samfanga sinn til að leika sama leikinn, hringja í bankann, hækka yfirdráttarheimild sama reikningseiganda um 100 þúsund krónur og láta leggja þá upphæð inn á reikning sinn.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×