Lífið

Íslendingar slá á kórónuóttann með gríni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargir Íslendingar tjá sig um málið.
Fjölmargir Íslendingar tjá sig um málið. vísir/vilhelm

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Er þetta fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Þar segir að maðurinn sé ekki alvarlega veikur en sýni dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdómsins sem séu hósti, hiti og beinverkir.

Maðurinn var nýverið staddur á Norður-Ítalíu utan skilgreinds hættusvæðis fyrir veiruna.

Íslendingar eru strax farnir að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum og slá margir á létta strengi. Sumir hræðast samt sem áður veiruna.

Fréttamaðurinn Stígur Helgason segist ekki hafa mikið vit á málinu en spá hans er mjög afdráttarlaus. 

Twitter-notandinn Olitje birtir heimatilbúna mynd af Ingu Sæland, þingmanni Miðflokksins, sem hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna kórónuveirunnar. Hefur hún meðal annars gagnrýnt sóttvarnalækni og sagt hann ekki starfi sínu vaxinn. 

Hrafn Jónsson ætlar aldrei aftur að hitta neinn. 

Sumir ætla banna öllum að fara í sleik. 

Atla Viðari er ekki skemmt. 

Haukur Bragason er svekktur út í íslenska ferðalanga. 

Áfengi á víst að slá á veiruna. 

Hugur Jóhanns Óla er hjá aðstoðarmanni landlæknis.  

Heyrir Ingu Sæland öskra í fjarska.

Félag knús- og kyssukarla fresta árlegum kökubasar. 

Hér að neðan má sjá fleiri valin tíst um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×