Skatan í öndvegi á Twitter: Bestu Þorláksmessutístin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. desember 2016 23:05 Skatan þótti ekki fínn matur hér áður fyrr. Fréttablaðið/GVA Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets Jólafréttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets
Jólafréttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira