Adam Schlesinger, bassaleikari bandarisku sveitarinnar Fountains of Wayne, er látinn, 52 ára að aldri.
Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist af völdum Covid-19 á sjúkrahúsi í New York í gær.
Schlesinger var annar höfunda lagsins Stacy‘s Mom, smells Fountains of Wayne frá árinu 2003, sem naut mikilla vinsælda. Í myndbandi lagsins fór fyrirsætan Rachel Hunter með eitt hlutverkanna.
Árið 1996 samdi hann titillag kvikmyndar Tom Hanks, That Thing You Do, sem flutt var af sveitinni Wonders í myndinni. Hlut hann Óskarstilnefninu fyrir lagið.
Schlesinger var iðinn við að semja tónlist við kvikmyndir og þannig vann hann bæði til Emmy og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina við þættina Crazy Ex Girlfriend og jólaþáttinn A Colbert Christmas frá árinu 2008.
There would be no Playtone without Adam Schlesinger, without his That Thing You Do! He was a One-der. Lost him to Covid-19. Terribly sad today. Hanx
— Tom Hanks (@tomhanks) April 2, 2020