Lífið

Húsvíkingar leita að hressum geimfara

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Örlygur Hnefill hvetur hressa einstaklinga í leit að sumarstarfi að sækja um geimfarastarfið.
Örlygur Hnefill hvetur hressa einstaklinga í leit að sumarstarfi að sækja um geimfarastarfið.
„Við erum að leita að einhverjum sem hefur gaman af lífinu og finnst gaman að spjalla við ferðafólk og flakka um Húsavík í geimfarabúningi,“ segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem stofnað hefur safn um sögu land- og geimkönnunar í sama húsnæði og hýsti Reðasafnið forðum.

Safnið ber heitið The Exploration Museum og verður formlega opnað um helgina. „Ég heillaðist af könnun og könnunarsögu þegar geimfararnir voru að æfa sig hér fyrir tunglferðirnar. Ég ákvað svo að fara að safna að mér munum tengdum þessu öllu og er búinn að vera að setja upp safnið í allan vetur,“ segir Örlygur, en hann leitar nú að einhverjum hressum einstaklingi til að taka að sér óvenjulegt starf í sumar.

„Ég hafði ákveðið að kaupa geimfarabúning af fyrirtæki í Bandaríkjunum til þess að hafa á safninu og þegar búningurinn kom fannst okkur skondið að kaupa annan og nota hann í markaðssetningu. Við erum því að leita að einhverjum hressum einstaklingi sem vill vera geimfari á Húsavík í sumar.“

Örlygur segir að hver sem er geti sótt um en áhugasamir geta kynnt sér starfið á geimfari.com.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.