Star Wars myndirnar hafa allt frá 8. áratugnum átt sér marga aðdáendur á Íslandi.Mynd/AP
Framleiðendur myndarinnar Star Wars Episode:VII hafa, í samstarfi við UNICEF, farið af stað með eins konar happdrætti þar sem aðdáendum Star Wars býðst nú að koma í heimsókn á tökustað nýjustu myndarinnar og koma fram í myndinni.
Átakið nefnist Star Wars: Force for Change en til þess að eiga möguleika á að verða dreginn út þarf að gefa 10 dollara eða meira til átaksins.