Zach Johnson sigraði á Opna breska eftir dramatískan lokahring 20. júlí 2015 19:04 Johnson fagnar fugli á lokaholunni í dag. Getty Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira