Lífið

Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Anna Czeczko með höfnina á Djúpavogi í baksýn.
Anna Czeczko með höfnina á Djúpavogi í baksýn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Hún er frá Póllandi og var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Anna Czeczko því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 

Núna er hún búin að læra íslensku og eignast barn og íslenskan eiginmann.

„Hann er Djúpavogsbúi og hann er bara æðislegur,“ segir Anna.

Fyrir fimm árum lentu þau í þeirri stöðu að neyðast til að flytja þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, Vísir í Grindavík, ákvað að loka fiskvinnslunni á Djúpavogi. Anna og maðurinn hennar voru meðal þeirra sem þáðu boð Vísis um vinnu í Grindavík.

„En við komum aftur hér. Það var bara betra fyrir okkur að vera hér. Við viljum vera hér,“ segir Anna.

Sjá einnig hér: Viðsnúningur á Djúpavogi

Anna ræðir við fréttamann Stöðvar 2 á útisvæði veitingahússins Við Voginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Anna, sem núna er starfsmaður veitingahússins Við Voginn, segir frá því hvernig henni gekk að læra íslenskuna og hvernig sú ákvörðun mótaðist að Ísland varð hennar heimaland.

Þátturinn frá Djúpavogi, sá fyrri af tveimur, verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10.

Hér má sjá viðtalsbrot við Önnu:


Tengdar fréttir

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds

Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.