Kynlífstæki fyrir typpi sigga dögg skrifar 29. janúar 2015 11:00 Vísir/Getty Algengasta kynlífstækið sem hentar flestum, óháð kynfæri, kynvitund og kynhneigð, er sleipiefni. Til eru allskyns sleipiefni og því getur verið gott að prófa nokkrar tegundir áður en fjárfestir í stærri brúsa. Hægt er að fá mörg sleipefni í minni umbúðum og þannig prófað þig áfram þar til þú finnur hvað hentar þér. Þá er gott að hafa í huga að sílikonsleipiefni (og olíur) geta skemmt ýmis kynlífstæki og því vissara að nota vatnsleysanlegt sleipiefni með kynlífstækjum, sérstaklega ef þau eru úr sílikoni. Í raun henta flest öll kynlífstæki typpum því mörgum þykir gott að fá örvun og titring á typpi, spöng og pung. Þó hafa verið framleidd nokkur kynlífstæki sérstaklega fyrir typpi.Þessar rúnkur minna einna helst á kertastjaka en eru frá fyrirtækinu LeloVísir/SkjáskotMargir kannast við rúnkuna, einnig kallað múffa eða vasaljósið. Hugmyndin er sú að þú stingir limnum inn í fóðraðan gúmmíhólk og notar til sjálfsfróunar. Það eru til margar útfærslur af rúnkum. Sumar minna á smart kertastjaka, aðrar á barma eða varir, eða vampíra en einnig er hægt að fá þær eins og fót. Flestar eru fjölnota en einnig er hægt að fá einnota sem eru smurðar með sleipefni.Typpahringur í sinni einföldustu mynd til að viðhalda stinninguVísir/SkjáskotTyppahringi er hægt að fá í ýmsum útfærslum. Hefðbundnir eru þeir sem má smeygja neðst á typpið, við rætur þess, og aðstoða við að viðhalda stinningu. Sumir typpahringir titra einnig og eru jafnvel með sérstökum hnúð sem titrar og eru þá hugsaðir fyrir unað bólfélagans. Einnig er hægt að fá typpatitrara sem fer fremst framan á kónginn og er hugsaður til að nota með bólfélaga eða í sjálfsfróun. Þá er hægt að fá slíður utan um typpið sem þykkir það í ummáli. Það er aðallega hugsað með bólfélaga en er einnig hægt að nota í sjálfsfróun, ekki ósvipað rúnku sem er tekin úr hólknum.TyppapumpurVísir/SkjáskotEf þú nennir ekki að sjá um eigins typpi þá getur þú fengið þér Humpus, vélræna rúnku. Þú smeygir henni á liminn, hallar þér aftur (nú eða stendur) og rúnkan sér um rest. Getur hentað mjög vel þeim sem ekki geta örvað sig með höndum af einhverri ástæðu. Strangt til tekið er typpapumpa ekki beint kynlífstæki þó hún geti verið hentug til að fá stinningu í liminn. Heilsa Tengdar fréttir Sleipiefni, a til ö Sleipiefni geta aukið unað í kynlífi 11. júní 2014 11:30 10 leiðir til þess að nota kókosolíu Kókosolía hentar vel í matargerð og er frábær fyrir húð og hár. 9. ágúst 2014 13:00 Gjafalisti kynfræðings Hvað er það heitasta í kynlífstækjabransanum og hvað langar kynfræðing að fá í jólapakkann sinn? 10. desember 2014 11:00 Má setja hvað sem er á kynfærin? Ég er með spurningu um sleipiefni, af hverju má ekki nota bara hvað sem er sem maður finnur sem sleipiefni? 18. október 2014 13:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Algengasta kynlífstækið sem hentar flestum, óháð kynfæri, kynvitund og kynhneigð, er sleipiefni. Til eru allskyns sleipiefni og því getur verið gott að prófa nokkrar tegundir áður en fjárfestir í stærri brúsa. Hægt er að fá mörg sleipefni í minni umbúðum og þannig prófað þig áfram þar til þú finnur hvað hentar þér. Þá er gott að hafa í huga að sílikonsleipiefni (og olíur) geta skemmt ýmis kynlífstæki og því vissara að nota vatnsleysanlegt sleipiefni með kynlífstækjum, sérstaklega ef þau eru úr sílikoni. Í raun henta flest öll kynlífstæki typpum því mörgum þykir gott að fá örvun og titring á typpi, spöng og pung. Þó hafa verið framleidd nokkur kynlífstæki sérstaklega fyrir typpi.Þessar rúnkur minna einna helst á kertastjaka en eru frá fyrirtækinu LeloVísir/SkjáskotMargir kannast við rúnkuna, einnig kallað múffa eða vasaljósið. Hugmyndin er sú að þú stingir limnum inn í fóðraðan gúmmíhólk og notar til sjálfsfróunar. Það eru til margar útfærslur af rúnkum. Sumar minna á smart kertastjaka, aðrar á barma eða varir, eða vampíra en einnig er hægt að fá þær eins og fót. Flestar eru fjölnota en einnig er hægt að fá einnota sem eru smurðar með sleipefni.Typpahringur í sinni einföldustu mynd til að viðhalda stinninguVísir/SkjáskotTyppahringi er hægt að fá í ýmsum útfærslum. Hefðbundnir eru þeir sem má smeygja neðst á typpið, við rætur þess, og aðstoða við að viðhalda stinningu. Sumir typpahringir titra einnig og eru jafnvel með sérstökum hnúð sem titrar og eru þá hugsaðir fyrir unað bólfélagans. Einnig er hægt að fá typpatitrara sem fer fremst framan á kónginn og er hugsaður til að nota með bólfélaga eða í sjálfsfróun. Þá er hægt að fá slíður utan um typpið sem þykkir það í ummáli. Það er aðallega hugsað með bólfélaga en er einnig hægt að nota í sjálfsfróun, ekki ósvipað rúnku sem er tekin úr hólknum.TyppapumpurVísir/SkjáskotEf þú nennir ekki að sjá um eigins typpi þá getur þú fengið þér Humpus, vélræna rúnku. Þú smeygir henni á liminn, hallar þér aftur (nú eða stendur) og rúnkan sér um rest. Getur hentað mjög vel þeim sem ekki geta örvað sig með höndum af einhverri ástæðu. Strangt til tekið er typpapumpa ekki beint kynlífstæki þó hún geti verið hentug til að fá stinningu í liminn.
Heilsa Tengdar fréttir Sleipiefni, a til ö Sleipiefni geta aukið unað í kynlífi 11. júní 2014 11:30 10 leiðir til þess að nota kókosolíu Kókosolía hentar vel í matargerð og er frábær fyrir húð og hár. 9. ágúst 2014 13:00 Gjafalisti kynfræðings Hvað er það heitasta í kynlífstækjabransanum og hvað langar kynfræðing að fá í jólapakkann sinn? 10. desember 2014 11:00 Má setja hvað sem er á kynfærin? Ég er með spurningu um sleipiefni, af hverju má ekki nota bara hvað sem er sem maður finnur sem sleipiefni? 18. október 2014 13:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
10 leiðir til þess að nota kókosolíu Kókosolía hentar vel í matargerð og er frábær fyrir húð og hár. 9. ágúst 2014 13:00
Gjafalisti kynfræðings Hvað er það heitasta í kynlífstækjabransanum og hvað langar kynfræðing að fá í jólapakkann sinn? 10. desember 2014 11:00
Má setja hvað sem er á kynfærin? Ég er með spurningu um sleipiefni, af hverju má ekki nota bara hvað sem er sem maður finnur sem sleipiefni? 18. október 2014 13:00