Lífið

Breyta Eldborg í leðurblökuhelli

Baldvin Þormóðsson skrifar
Matthías Matthíasson elskar tónlist Meatloaf.
Matthías Matthíasson elskar tónlist Meatloaf. vísir/valli
„Það hefur blundað í mér lengi að halda svona tónleika,“ segir Matthías Matthíasson, en hann mun syngja lög af plötunni Bat out of Hell eftir Meatloaf ásamt fleiri stórsöngvurum í Hörpu 17. maí.

„Ég er mikill aðdáandi Meatloaf og hef alla tíð verið,“ segir Matthías en ásamt honum munu söngvarar á borð við Eirík Hauksson, Stefán Jakobsson, Ernu Hrönn Ólafsdóttur og Friðrik Ómar taka lagið.

„Það er bara búið að kalla til alla sem ráða hvað best við að syngja þessi lög,“ segir Matthías. „Ég elska þessa tónlist, við ætlum líka að taka fleiri slagara eftir Jim Steinman,“ en popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman, sem átti hlut í að semja Bat out of Hell, samdi meðal annars lagið Total Eclipse of the Heart.

„Við ætlum að breyta Eldborgarsalnum í eins konar Drakúla-leðurblökuhelli og hafa svakalega veislu fyrir augun,“ segir Friðrik Ómar, en ásamt því að syngja fáein lög þá er hann framleiðandi tónleikanna.

„Síðan ætlum við að reyna að kveikja í eins miklu og við megum,“ segir Friðrik og hlær.

„Ég held að ég geti fullyrt að epískari tónleika verður erfitt að finna,“ segir Matthías.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.