Dýragarðurinn í Moskvu fer heldur óhefðbundna leið við að endurnýta jólatré.
Eftir hátíðarnar hafa jólatrjáasölur sent garðinum um fimmtán hundruð tré.
Pandabirnir, ljón, jakuxar og önnur dýr garðsins hafa síðan fengið ýmist að leika sér með trén eða einfaldlega tyggja þau.
Dýrin í Moskvu fengu að leika sér með óseld jólatré
