Sport

Lokagreinin í Sterkasta manni heims og biðin eftir úrslitum | Myndband

Hafþór Júlíus á ferðinni um helgina.
Hafþór Júlíus á ferðinni um helgina. mynd/hafþór júlíus
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson var grátlega nálægt því að vinna keppnina um sterkasta mann heims um helgina en hann var aðeins hálfu stigi á eftir efsta manni.

Hafþór þurfti að vinna Atlas-steinana, sem var lokagreinin, og treysta á að Zydrunas Zavickas yrði þriðji. Zavickas náði aftur á móti öðru sætinu en hann var 44 sekúndubrotum á undan næsta manni. Þetta voru sekúndubrotin sem skildu á milli hans og Hafþórs.

Hér að neðan má sjá Hafþór og Zavickas í Atlas-steinunum en í kjölfarið tók við erfið bið eftir staðfestum úrslitum í keppninni. Bið sem tók á taugarnar.

Hafþór var langt á undan Zavickas en tími keppinautar hans var samt sá tími sem einnig skipti öllu máli. Vonbrigðin leyna sér ekki er Hafþór kemst að því að hann hafði lent í öðru sæti.

„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“








Tengdar fréttir

Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna

Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas.

Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu

Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×