Erlent

Deilt um yfirlýsingu vegna ofbeldis í Sýrlandi

Sýrland.
Sýrland.
Óeining er innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð vegna árása öryggissveita í Sýrlandi á mótmælendur. Hundruð manna hafa fallið í árásum öryggissveitanna undanfarnar vikur. Rússar eru sagðir standa í vegi fyrir aðgerðum að hálfu Sameinuðu þjóðanna.

Talið er að sýrlensk stjórnvöld hafi drepið hátt í 500 mótmælendur í landinu. Sjónarvottar sem Amnesty International hefur rætt við segja leyniskyttur á vegum stjórnvalda skjóta og særa mótmælendur og alla þá sem aðstoða þá. Einnig hafa borist fregnir af því að herinn hafi skotið hermenn í þeirra röðum sem hafa neitað að hefja skothríð á óvopnaða mótmælendur.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa reynt að komast að samkomulagi um harðorða yfirlýsingu þar sem ofbeldið væri fordæmt. Engin niðurstaða hefur fengist í þau mál vegna mótþróa Rússlands. Fulltrúi Rússa í öryggisráðinu segir hina raunverulegu ógn við landið vera utanaðkomandi aðgerðir líkt og í ætt við flugbannið í Líbíu, en Rússar hafa gagnrýnt þær aðgerðir harðlega undanfarið. Á meðan ósættið ríkir inna öryggisráðsins, heldur ofbeldið áfram í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×