Innlent

Vill funda með seðlabankastjóra

Lilja Mósesdóttir hefur óskað eftir fundi með seðlabankastjóra í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Mynd/ Stefán.
Lilja Mósesdóttir hefur óskað eftir fundi með seðlabankastjóra í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Mynd/ Stefán.
Lilja Mósesdóttir þingmaður utan flokka óskar eftir fundi seðlabankastjóra með efnahags-og skattanefnd til að ræða nýleg útboð sem lið í losun hafa á fjármagnsviðskiptum, gagnrýni OEDC á peningastefnu bankans, kosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum í ljósi vandans á evrusvæðinu  og leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar.

Hún bendir á að í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna segir að peningastefnunefnd Seðlabankans verði falið að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefnunni, meta kosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum og gera tillögu til stjórnvalda með hliðsjón af því mati. Jafnframt verði óskað eftir mati Seðlabankans á því hvernig best verði dregið úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×