Hraðskreiðasti bíll Kia Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2017 09:15 Kia frumsýnir nýjan og glæsilegan bíl á bílasýningunni í Detroit sem nú er að hefjast. Bíllinn hefur fengið heitið Kia Stinger og er fjögurra dyra, sportlegur bíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins. Kia Stinger er bíll sem fær hjartað til að slá hraðar bæði hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Bíllinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og vakti þá strax mikla athygli. Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og nú er hann loks kominn fullmótaður fram á sjónarsviðið og í framleiðslu. Útkoman veldur ekki vonbrigðum. Bíllinn er hinn glæsilegasti í hönnun bæði að utan og innan og sportlegar línur bílsins eru áberandi. Innanrýmið er mjög vandað og vel hannað og þar er hvergi til sparað. Hönnunin á Kia Stinger var í höndum Peter Schreyer, yfirhönnuðar og eins af forstjórum Kia Motors, sem hefur undanfarin ár unnið til fjölda eftirsóttra hönnunarverðlauna fyrir bíla Kia. Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Stór snertiskjár er áberandi í innanrýminu sem býður upp á öll helstu þægindi sem völ er á. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í að gera aksturseiginleika bílsins sem allra besta og er bíllinn búinn fullkmonu MacPherson fjöðrunarkerfi að framan og aftan. Bíllinn er í boði bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi. Kia Stinger er búinn fimm akstursstillingum, Personal, Eco, Sport, Comfort og Smart og ökumaður getur þannig valið um hvernig hann vill hafa aksturinn. Bíllinn er búinn nýrri og afar fullkominni 8 gíra sjálfskiptingu. Kia Stinger er mjög aflmikill og hraðskreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn er með 2 lítra bensínvél sem skilar 255 hestöflum og togið er 253 Nm. Einnig er í boði 2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Í GT útfærslunni er 3,3 lítra bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 365 hestöflum og togið er 510 Nm. Kia Stinger GT er aðeins 5,1 sekúndu úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraði bílsins er 269 km/klst. Bíllinn er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Kia. Stinger fer í sölu í Evrópu næsta haust. ,,Þetta er einstakur bíll fyrir Kia bæði hvað varðar útlitið, aflið og aksturseiginleikana,” segir Albert Biermann, sem sá um aksturseiginleikahluta bílsins. Biermann kom frá BMW árið 2014 eftir 30 ár í starfi þar og er mjög virtur í bílaheiminum. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Kia frumsýnir nýjan og glæsilegan bíl á bílasýningunni í Detroit sem nú er að hefjast. Bíllinn hefur fengið heitið Kia Stinger og er fjögurra dyra, sportlegur bíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins. Kia Stinger er bíll sem fær hjartað til að slá hraðar bæði hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Bíllinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og vakti þá strax mikla athygli. Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og nú er hann loks kominn fullmótaður fram á sjónarsviðið og í framleiðslu. Útkoman veldur ekki vonbrigðum. Bíllinn er hinn glæsilegasti í hönnun bæði að utan og innan og sportlegar línur bílsins eru áberandi. Innanrýmið er mjög vandað og vel hannað og þar er hvergi til sparað. Hönnunin á Kia Stinger var í höndum Peter Schreyer, yfirhönnuðar og eins af forstjórum Kia Motors, sem hefur undanfarin ár unnið til fjölda eftirsóttra hönnunarverðlauna fyrir bíla Kia. Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Stór snertiskjár er áberandi í innanrýminu sem býður upp á öll helstu þægindi sem völ er á. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í að gera aksturseiginleika bílsins sem allra besta og er bíllinn búinn fullkmonu MacPherson fjöðrunarkerfi að framan og aftan. Bíllinn er í boði bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi. Kia Stinger er búinn fimm akstursstillingum, Personal, Eco, Sport, Comfort og Smart og ökumaður getur þannig valið um hvernig hann vill hafa aksturinn. Bíllinn er búinn nýrri og afar fullkominni 8 gíra sjálfskiptingu. Kia Stinger er mjög aflmikill og hraðskreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn er með 2 lítra bensínvél sem skilar 255 hestöflum og togið er 253 Nm. Einnig er í boði 2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Í GT útfærslunni er 3,3 lítra bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 365 hestöflum og togið er 510 Nm. Kia Stinger GT er aðeins 5,1 sekúndu úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraði bílsins er 269 km/klst. Bíllinn er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Kia. Stinger fer í sölu í Evrópu næsta haust. ,,Þetta er einstakur bíll fyrir Kia bæði hvað varðar útlitið, aflið og aksturseiginleikana,” segir Albert Biermann, sem sá um aksturseiginleikahluta bílsins. Biermann kom frá BMW árið 2014 eftir 30 ár í starfi þar og er mjög virtur í bílaheiminum.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent