Hryðjuverkin á náttúru Íslands Sigurjón M. Egilsson skrifar 15. desember 2014 06:00 Kannski eru starfandi stjórnmálamenn langt í frá að vera þeir verstu sem hér hafa starfað. Í afar upplýsandi fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, hefur Svavar Hávarðsson blaðamaður upplýst okkur um, eða kannski rifjað upp, stórkostleg níðingsverk gegn íslenskri náttúru. Svo langt gekk sú endemis vitleysa að bændum var borgað fyrir náttúruspjöllin, og borgað því meir sem eyðilegging af störfum þeirra var meiri. Afleiðingarnar eru stórkostlegar og mun seint, og jafnvel aldrei, gróa um heilt. Ráðamenn þess tíma fengu þá hugdettu að láta grafa skurði í votlendi og þurrka þannig upp mýrar. Og það var grafið og grafið og ekki var hætt að grafa fyrr en 33.000 kílómetrar af skurðum höfðu verið grafnir. Það er ótrúlega mikið. Gáum að því að þvermál jarðarinnar um miðbaug er litlu meira, eða um 40.000 kílómetrar. Mikið votlendi var þurrkað upp og aðeins áttundi hluti þess hefur verið nytjaður. Allt hitt hefur aldrei verið notað og verður trúlega aldrei. Við hættum greftrinum ekki fyrr en hætt var að borga bændum fyrir hryðjuverkin gegn náttúrunni. Og hverjar eru svo afleiðingarnar? Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu er miklu meiri en frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Helmingur alls votlendis á Íslandi hefur verið ræstur fram. Þegar ljóst var hvað við höfðum gert var ákveðið, og vel á minnst fyrir tuttugu árum, að endurheimta votlendið, að moka ofan í skurðina. Verulegur hluti þessa lands, sem var þurrkaður, er ekki nýttur en inngripið í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var aðeins sex ferkílómetrar. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun út í andrúmsloftið. Losunin er mjög mikil á Íslandi. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. Þvílíkur gauragangur í mannfólkinu. Og það er ekki eins og þetta sé nóg. Nei, heldur betur ekki. Eftir fádæma ofbeit á landinu og með öðru háttarlagi er svo komið að það þarf að græða upp eina milljón hektara lands og brýnt er að ráðast í að græða upp 500.000 hektara. Sem er allt annað en það sem við erum að gera, en árlega er unnið við að græða upp 12.500 hektara, það er allt. „Við verðum því að leggjast mun þyngra á árarnar ef við eigum að vinna upp það sem glatast hefur á síðustu öldum,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í viðtali við Svavar Hávarðsson blaðamann. „Landsmenn skulda íslenskri náttúru að stöðva jarðvegseyðinguna og endurheimta horfna landkosti. Við höfum líka undirritað ótal alþjóðlega samninga á þessu sviði og verðum að standa við þá,“ sagði Sveinn. Við getum fundið að nústarfandi fólki í stjórnmálum, en trúlega voru forverar þess engu skárri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Kannski eru starfandi stjórnmálamenn langt í frá að vera þeir verstu sem hér hafa starfað. Í afar upplýsandi fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, hefur Svavar Hávarðsson blaðamaður upplýst okkur um, eða kannski rifjað upp, stórkostleg níðingsverk gegn íslenskri náttúru. Svo langt gekk sú endemis vitleysa að bændum var borgað fyrir náttúruspjöllin, og borgað því meir sem eyðilegging af störfum þeirra var meiri. Afleiðingarnar eru stórkostlegar og mun seint, og jafnvel aldrei, gróa um heilt. Ráðamenn þess tíma fengu þá hugdettu að láta grafa skurði í votlendi og þurrka þannig upp mýrar. Og það var grafið og grafið og ekki var hætt að grafa fyrr en 33.000 kílómetrar af skurðum höfðu verið grafnir. Það er ótrúlega mikið. Gáum að því að þvermál jarðarinnar um miðbaug er litlu meira, eða um 40.000 kílómetrar. Mikið votlendi var þurrkað upp og aðeins áttundi hluti þess hefur verið nytjaður. Allt hitt hefur aldrei verið notað og verður trúlega aldrei. Við hættum greftrinum ekki fyrr en hætt var að borga bændum fyrir hryðjuverkin gegn náttúrunni. Og hverjar eru svo afleiðingarnar? Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu er miklu meiri en frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Helmingur alls votlendis á Íslandi hefur verið ræstur fram. Þegar ljóst var hvað við höfðum gert var ákveðið, og vel á minnst fyrir tuttugu árum, að endurheimta votlendið, að moka ofan í skurðina. Verulegur hluti þessa lands, sem var þurrkaður, er ekki nýttur en inngripið í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var aðeins sex ferkílómetrar. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun út í andrúmsloftið. Losunin er mjög mikil á Íslandi. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. Þvílíkur gauragangur í mannfólkinu. Og það er ekki eins og þetta sé nóg. Nei, heldur betur ekki. Eftir fádæma ofbeit á landinu og með öðru háttarlagi er svo komið að það þarf að græða upp eina milljón hektara lands og brýnt er að ráðast í að græða upp 500.000 hektara. Sem er allt annað en það sem við erum að gera, en árlega er unnið við að græða upp 12.500 hektara, það er allt. „Við verðum því að leggjast mun þyngra á árarnar ef við eigum að vinna upp það sem glatast hefur á síðustu öldum,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í viðtali við Svavar Hávarðsson blaðamann. „Landsmenn skulda íslenskri náttúru að stöðva jarðvegseyðinguna og endurheimta horfna landkosti. Við höfum líka undirritað ótal alþjóðlega samninga á þessu sviði og verðum að standa við þá,“ sagði Sveinn. Við getum fundið að nústarfandi fólki í stjórnmálum, en trúlega voru forverar þess engu skárri.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun