Teitur: Hlakka til að koma aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 06:00 Teitur er aðstoðarþjálfari Friðriks Inga Rúnarssonar hjá Njarðvík. fréttablaðið/valli Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira