Dagur: Maður fær bara kjánahroll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Dagur Sigurðsson er í tvöföldu þjálfarahlutverki í vetur. fréttablaðið/getty Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær. Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær.
Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira