Dagur: Maður fær bara kjánahroll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Dagur Sigurðsson er í tvöföldu þjálfarahlutverki í vetur. fréttablaðið/getty Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær. Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær.
Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira