Brautryðjendur í tölvuleikjagerð Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 16. júní 2012 21:30 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. mynd/ernir Milljónum tölvuleikjaunnenda um allan heim verður á næstu mánuðum gefinn kostur á að hala niður glænýjum tölvuleik CCP að nafni DUST 514. Leikurinn er að mörgu leyti einstakur en hann er beintengdur EVE-online tölvuleiknum sem CCP hefur haldið úti síðastliðin níu ár. Magnús Þorlákur Lúðvíksson ræddi við Hilmar Veigar Pétursson , framkvæmdastjóra CCP, um nýja leikinn og áskoranirnar fram undan. Spennandi tímar eru fram undan hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP sem mun síðar á þessu ári gefa út leikinn DUST 514, annan fullgerðan tölvuleik fyrirtækisins. Síðustu níu ár hefur CCP haldið úti netleiknum EVE Online sem hefur vaxið ár frá ári frá útgáfu og urðu áskrifendur að leiknum á miðlurum CCP í London og Sjanghæ nýverið 400 þúsund í fyrsta skipti. Fréttablaðið ræddi við Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóra CCP, um útgáfu nýja leiksins og framtíð fyrirtækisins.Nýr leikur, sá annar sem fyrirtækið gefur út, DUST 514 kemur út síðar á þessu ári. Segja má að leikurinn sé að mörgu leyti einstakur og því óvissa um viðtökurnar við honum. Hvernig leggst þetta allt saman í ykkur? „Þetta er auðvitað mjög spennandi allt saman og það er einmitt rétt að leikurinn er að mörgu leyti einstakur. Við höfum því reynt eftir fremsta megni að kynna leikinn mjög vel og fá við honum viðbrögð fyrir útgáfu. Við kynntum því leikinn núna í byrjun júní á E3-leikjasýningunni í Bandaríkjunum sem er sú stærsta í okkar geira og svo kynntum við hann fyrir EVE-spilurum á aðdáendahátíð leiksins í Reykjavík í mars. Þar að auki höfum við haft leikinn í prufuspilun í hálft ár á Playstation-netinu. Þau viðbrögð sem við höfum fengið við prufuspiluninni og okkar kynningum hafa síðan í raun verið alveg ótrúlega góð og erum við himinlifandi yfir viðtökunum. Núna í lok júní verður útgáfan sem við vorum með á E3 gefin út til prufuspilara og verður sá hópur stækkaður mjög á sama tíma. Og það verður vitaskuld gríðarlega spennandi að sjá hvort viðbrögð þessa hóps verði ekki jafn jákvæð og önnur viðbrögð sem við höfum fengið á þá útgáfu."CCP hefur unnið að gerð DUST 514 í fjögur ár og kostað miklu til. Hvað leggur fyrirtækið mikið undir vegna hans? „Við kannski horfum ekki svo á að við séum að leggja fjármuni undir og svo komi í ljós hvort við unnum eða ekki. Ef við skoðum til dæmis EVE þá tók tíma fyrir hann að ná markaðshylli og voru upphaflegar viðtökur ekki eins góðar og við höfðum gert okkur vonir um. Á móti hefur hann hins vegar vaxið miklu meira en okkur villtustu draumar sögðu til um. Við bjuggumst í mesta lagi við 150 þúsund spilurum sem myndi byrja að fækka eftir þrjú ár en nú eru um 400 þúsund manns að spila leikinn sem er enn að vaxa eftir níu ár. Að því sögðu höfum við vissulega talsverðar væntingar til Dust en ef upphaflegu viðtökurnar verða ekki eins og við áttum von á, þá munum við einfaldlega halda áfram að þróa leikinn, finna hvað er að og laga það, rétt eins og við gerðum með EVE. CCP er bara þannig fyrirtæki að við munum láta þennan leik virka."Ævintýrið um EVE rétt að byrjaFlaggskip CCP síðustu níu ár hefur verið EVE Online. Ólíkt flestum öðrum tölvuleikjum er sífellt verið að endurnýja og bæta við leikinn sem er fyrir vikið enn að vaxa. Ný uppfærsla var gefin út í maí og þá mun leikurinn vafalítið njóta tengingarinnar við DUST 514. Hve lengi áfram getur EVE vaxið, er leikurinn einfaldlega mjólkurkýr fyrir fyrirtækið sem er komin til að vera? „Í fyrst lagi myndi ég aldrei kalla EVE mjólkurkú. Við hugsum ekki um leikinn þannig. Hvað varðar það að leikurinn sé kominn til að vera, þá er EVE svolítið eins og Facebook og spurningin er því kannski: er Facebook komið til að vera? Okkur finnst ólíklegt að fólk muni einfaldlega afvina alla vini sína og hætta að nota Facebook. Galdurinn við EVE er að fólk spilar hann út af hinu fólkinu sem er í leiknum og því fleiri sem spila hann, því skemmtilegra er að vera með. Þannig að jafnvel þótt sumum spilurum í EVE finnist leikurinn ekki lengur eins skemmtilegur og í upphafi þá finnst þeim samt áfram skemmtilegt að taka þátt í þessum heimi með vinum sínum. Sökum þessa er leikurinn orðinn miklu skemmtilegri núna þegar 400 þúsund manns eru að spila en þegar aðeins 50 þúsund voru að því. Fyrir marga er þetta líkara því að hitta vinina eitt kvöld í viku til að spila bridds eða póker saman. Þannig að við bindum vonir við að ævintýrið um EVE-heiminn sé rétt að byrja."Síðasta sumar vakti nokkra athygli þegar hópur áskrifenda að leiknum hætti að spila í mótmælaskyni við ákveðnar hugmyndir fyrirtækisins. Seinna baðst fyrirtækið afsökunar á málinu og áskrifendum fór fljótlega að fjölga aftur. Er enn einhver óánægja meðal spilara EVE eða er þetta mál gleymt og grafið? „Þetta mál snerist eiginlega um það að við gáfum út nýja útgáfu af leiknum sem var einfaldlega ekki nægilega góð og spilarar höfðu búist við meiru af okkur. Við brugðumst þá einfaldlega við með því að gera breytingar og bæta okkur og þegar fólkið sá það unnum við aftur traust spilaranna. Eins og þú segir skrifaði ég bréf til fylgismanna EVE og við sýndum svo í kjölfarið í verki að við meintum það sem við höfðum sagt. Þetta mál sýnir að spilarar EVE vænta mjög mikils af okkur og í hvert skipti sem við stöndum ekki undir þeim væntingum láta þeir í sér heyra. Ef ég hef einhver ráð til allra annarra sem eru að reka hagkerfi þá er það að hlusta á fólkið í hagkerfinu, viska fjöldans er mikil."CCP mun á næstunni taka allt að 2,5 milljarða króna skuldabréfalán til fimm ára. Þá munu kaupendur hafa valrétt um að breyta láninu í hlutafé og þannig verður íslenskum fjárfestum gefinn kostur á að eignast hluti í fyrirtækinu. Af hverju gefur fyrirtækið út þetta skuldabréf? „Við erum búin að vera að þróa Dust í fjögur ár og nú er komið að því að setja hann á markað. Þá er mjög gott að geta fylgt honum úr hlaði af styrk og með öflugri markaðssetningu, öflugum vélbúnaði og svo framvegis. Við höfum fjármagnað þróun Dust að mestu með fjárflæði frá EVE og höfum sterka lausafjárstöðu en þessir fjármunir munu gera okkur kleift að standa að útgáfu leiksins af meiri krafti en ella."Fjárhagsstaðan mjög traustÍ haust greip CCP til hagræðingaraðgerða í rekstri sínum og var meðal annars fimmtungi starfsfólks sagt upp. CCP hefur síðustu misseri verið að þróa tvo nýja tölvuleiki sem mikið er lagt í. Hefur fyrirtækið verið að spenna bogann of hátt og hvernig er fjárhagsstaða þess? „Ástæðan fyrir því að uppfærslan á EVE síðasta sumar stóð ekki undir væntingum var kannski sú að fyrirtækið hafði vaxið mjög hratt en geta okkar til að framleiða góða hluti fyrir okkar viðskiptavini hafði ekki haldið í við þann vöxt. Við vorum að gera marga hluti á sama tíma og þurftum að grípa til aðgerða. Við hægðum á þróun þriðja leiksins okkar, World of Darkness, og þar sem útgáfa Dust var á næsta leiti vildum við skerpa á áherslunni á þá útgáfu ásamt því að halda hinum hefðbundnu hliðum af EVE á góðu róli. Við gripum því til þessara hagræðingaraðgerða, endurskipulögðum framleiðsluferli og skerptum á okkar áherslum. Þessar aðgerðir hafa svo skilað okkur í sterkari stöðu til að koma Dust á markað. Ég ætla ekki að draga úr því að þetta var erfitt en við þurftum að gera þetta. Hvað varðar fjárhagsstöðu fyrirtækisins er hún mjög traust, hvort sem litið er til framlegðar eða lausafjárstöðu."Hver er staðan á þriðja tölvuleiknum sem CCP hefur unnið að; World of Darkness? „Vinna við hann stendur enn yfir af nokkrum krafti í Atlanta í Bandaríkjunum. Það eru ekki eins margir að vinna að honum og þegar mest var en það eru samt sem áður um sjötíu manns sem er nokkuð gott. Hvað varðar útgáfutíma gefum við ekkert út um það."Gangi allt upp hjá fyrirtækinu á næstunni verður það innan fárra ára með þrjá leiki í rekstri í stað eins nú. Hver er framtíðarsýn fyrirtækisins til lengri tíma en það? Fleiri leikir, fleiri nýjungar? „Næsta skrefið á eftir útgáfu og eftirfylgni við Dust er að gefa út World of Darkness. Ég get líka greint frá því að við ætlum að gefa EVE aftur út á Kínamarkaði á þessu ári í samstarfi við mjög öflugan kínverskan samstarfsaðila. Við gáfum EVE upphaflega út í Kína árið 2006 en þurftum að loka leiknum nú í janúar til að færa hann til öflugri samstarfsaðila. Þá erum við að líta til tækifæra í tengslum við farsíma og spjaldtölvur. Við viljum að spilarar geti tengst EVE og Dust í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur og fleiri slík tæki og gert hina og þessa hluti í leikjunum. Síðan höfum við hug á að skrá fyrirtækið á alþjóðlegan hlutabréfamarkað á næstu árum. Þannig að það er nóg fram undan og þar að auki gnótt af öðrum hugmyndum um framtíðina sem of snemmt er að tala um." Leikjavísir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Milljónum tölvuleikjaunnenda um allan heim verður á næstu mánuðum gefinn kostur á að hala niður glænýjum tölvuleik CCP að nafni DUST 514. Leikurinn er að mörgu leyti einstakur en hann er beintengdur EVE-online tölvuleiknum sem CCP hefur haldið úti síðastliðin níu ár. Magnús Þorlákur Lúðvíksson ræddi við Hilmar Veigar Pétursson , framkvæmdastjóra CCP, um nýja leikinn og áskoranirnar fram undan. Spennandi tímar eru fram undan hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP sem mun síðar á þessu ári gefa út leikinn DUST 514, annan fullgerðan tölvuleik fyrirtækisins. Síðustu níu ár hefur CCP haldið úti netleiknum EVE Online sem hefur vaxið ár frá ári frá útgáfu og urðu áskrifendur að leiknum á miðlurum CCP í London og Sjanghæ nýverið 400 þúsund í fyrsta skipti. Fréttablaðið ræddi við Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóra CCP, um útgáfu nýja leiksins og framtíð fyrirtækisins.Nýr leikur, sá annar sem fyrirtækið gefur út, DUST 514 kemur út síðar á þessu ári. Segja má að leikurinn sé að mörgu leyti einstakur og því óvissa um viðtökurnar við honum. Hvernig leggst þetta allt saman í ykkur? „Þetta er auðvitað mjög spennandi allt saman og það er einmitt rétt að leikurinn er að mörgu leyti einstakur. Við höfum því reynt eftir fremsta megni að kynna leikinn mjög vel og fá við honum viðbrögð fyrir útgáfu. Við kynntum því leikinn núna í byrjun júní á E3-leikjasýningunni í Bandaríkjunum sem er sú stærsta í okkar geira og svo kynntum við hann fyrir EVE-spilurum á aðdáendahátíð leiksins í Reykjavík í mars. Þar að auki höfum við haft leikinn í prufuspilun í hálft ár á Playstation-netinu. Þau viðbrögð sem við höfum fengið við prufuspiluninni og okkar kynningum hafa síðan í raun verið alveg ótrúlega góð og erum við himinlifandi yfir viðtökunum. Núna í lok júní verður útgáfan sem við vorum með á E3 gefin út til prufuspilara og verður sá hópur stækkaður mjög á sama tíma. Og það verður vitaskuld gríðarlega spennandi að sjá hvort viðbrögð þessa hóps verði ekki jafn jákvæð og önnur viðbrögð sem við höfum fengið á þá útgáfu."CCP hefur unnið að gerð DUST 514 í fjögur ár og kostað miklu til. Hvað leggur fyrirtækið mikið undir vegna hans? „Við kannski horfum ekki svo á að við séum að leggja fjármuni undir og svo komi í ljós hvort við unnum eða ekki. Ef við skoðum til dæmis EVE þá tók tíma fyrir hann að ná markaðshylli og voru upphaflegar viðtökur ekki eins góðar og við höfðum gert okkur vonir um. Á móti hefur hann hins vegar vaxið miklu meira en okkur villtustu draumar sögðu til um. Við bjuggumst í mesta lagi við 150 þúsund spilurum sem myndi byrja að fækka eftir þrjú ár en nú eru um 400 þúsund manns að spila leikinn sem er enn að vaxa eftir níu ár. Að því sögðu höfum við vissulega talsverðar væntingar til Dust en ef upphaflegu viðtökurnar verða ekki eins og við áttum von á, þá munum við einfaldlega halda áfram að þróa leikinn, finna hvað er að og laga það, rétt eins og við gerðum með EVE. CCP er bara þannig fyrirtæki að við munum láta þennan leik virka."Ævintýrið um EVE rétt að byrjaFlaggskip CCP síðustu níu ár hefur verið EVE Online. Ólíkt flestum öðrum tölvuleikjum er sífellt verið að endurnýja og bæta við leikinn sem er fyrir vikið enn að vaxa. Ný uppfærsla var gefin út í maí og þá mun leikurinn vafalítið njóta tengingarinnar við DUST 514. Hve lengi áfram getur EVE vaxið, er leikurinn einfaldlega mjólkurkýr fyrir fyrirtækið sem er komin til að vera? „Í fyrst lagi myndi ég aldrei kalla EVE mjólkurkú. Við hugsum ekki um leikinn þannig. Hvað varðar það að leikurinn sé kominn til að vera, þá er EVE svolítið eins og Facebook og spurningin er því kannski: er Facebook komið til að vera? Okkur finnst ólíklegt að fólk muni einfaldlega afvina alla vini sína og hætta að nota Facebook. Galdurinn við EVE er að fólk spilar hann út af hinu fólkinu sem er í leiknum og því fleiri sem spila hann, því skemmtilegra er að vera með. Þannig að jafnvel þótt sumum spilurum í EVE finnist leikurinn ekki lengur eins skemmtilegur og í upphafi þá finnst þeim samt áfram skemmtilegt að taka þátt í þessum heimi með vinum sínum. Sökum þessa er leikurinn orðinn miklu skemmtilegri núna þegar 400 þúsund manns eru að spila en þegar aðeins 50 þúsund voru að því. Fyrir marga er þetta líkara því að hitta vinina eitt kvöld í viku til að spila bridds eða póker saman. Þannig að við bindum vonir við að ævintýrið um EVE-heiminn sé rétt að byrja."Síðasta sumar vakti nokkra athygli þegar hópur áskrifenda að leiknum hætti að spila í mótmælaskyni við ákveðnar hugmyndir fyrirtækisins. Seinna baðst fyrirtækið afsökunar á málinu og áskrifendum fór fljótlega að fjölga aftur. Er enn einhver óánægja meðal spilara EVE eða er þetta mál gleymt og grafið? „Þetta mál snerist eiginlega um það að við gáfum út nýja útgáfu af leiknum sem var einfaldlega ekki nægilega góð og spilarar höfðu búist við meiru af okkur. Við brugðumst þá einfaldlega við með því að gera breytingar og bæta okkur og þegar fólkið sá það unnum við aftur traust spilaranna. Eins og þú segir skrifaði ég bréf til fylgismanna EVE og við sýndum svo í kjölfarið í verki að við meintum það sem við höfðum sagt. Þetta mál sýnir að spilarar EVE vænta mjög mikils af okkur og í hvert skipti sem við stöndum ekki undir þeim væntingum láta þeir í sér heyra. Ef ég hef einhver ráð til allra annarra sem eru að reka hagkerfi þá er það að hlusta á fólkið í hagkerfinu, viska fjöldans er mikil."CCP mun á næstunni taka allt að 2,5 milljarða króna skuldabréfalán til fimm ára. Þá munu kaupendur hafa valrétt um að breyta láninu í hlutafé og þannig verður íslenskum fjárfestum gefinn kostur á að eignast hluti í fyrirtækinu. Af hverju gefur fyrirtækið út þetta skuldabréf? „Við erum búin að vera að þróa Dust í fjögur ár og nú er komið að því að setja hann á markað. Þá er mjög gott að geta fylgt honum úr hlaði af styrk og með öflugri markaðssetningu, öflugum vélbúnaði og svo framvegis. Við höfum fjármagnað þróun Dust að mestu með fjárflæði frá EVE og höfum sterka lausafjárstöðu en þessir fjármunir munu gera okkur kleift að standa að útgáfu leiksins af meiri krafti en ella."Fjárhagsstaðan mjög traustÍ haust greip CCP til hagræðingaraðgerða í rekstri sínum og var meðal annars fimmtungi starfsfólks sagt upp. CCP hefur síðustu misseri verið að þróa tvo nýja tölvuleiki sem mikið er lagt í. Hefur fyrirtækið verið að spenna bogann of hátt og hvernig er fjárhagsstaða þess? „Ástæðan fyrir því að uppfærslan á EVE síðasta sumar stóð ekki undir væntingum var kannski sú að fyrirtækið hafði vaxið mjög hratt en geta okkar til að framleiða góða hluti fyrir okkar viðskiptavini hafði ekki haldið í við þann vöxt. Við vorum að gera marga hluti á sama tíma og þurftum að grípa til aðgerða. Við hægðum á þróun þriðja leiksins okkar, World of Darkness, og þar sem útgáfa Dust var á næsta leiti vildum við skerpa á áherslunni á þá útgáfu ásamt því að halda hinum hefðbundnu hliðum af EVE á góðu róli. Við gripum því til þessara hagræðingaraðgerða, endurskipulögðum framleiðsluferli og skerptum á okkar áherslum. Þessar aðgerðir hafa svo skilað okkur í sterkari stöðu til að koma Dust á markað. Ég ætla ekki að draga úr því að þetta var erfitt en við þurftum að gera þetta. Hvað varðar fjárhagsstöðu fyrirtækisins er hún mjög traust, hvort sem litið er til framlegðar eða lausafjárstöðu."Hver er staðan á þriðja tölvuleiknum sem CCP hefur unnið að; World of Darkness? „Vinna við hann stendur enn yfir af nokkrum krafti í Atlanta í Bandaríkjunum. Það eru ekki eins margir að vinna að honum og þegar mest var en það eru samt sem áður um sjötíu manns sem er nokkuð gott. Hvað varðar útgáfutíma gefum við ekkert út um það."Gangi allt upp hjá fyrirtækinu á næstunni verður það innan fárra ára með þrjá leiki í rekstri í stað eins nú. Hver er framtíðarsýn fyrirtækisins til lengri tíma en það? Fleiri leikir, fleiri nýjungar? „Næsta skrefið á eftir útgáfu og eftirfylgni við Dust er að gefa út World of Darkness. Ég get líka greint frá því að við ætlum að gefa EVE aftur út á Kínamarkaði á þessu ári í samstarfi við mjög öflugan kínverskan samstarfsaðila. Við gáfum EVE upphaflega út í Kína árið 2006 en þurftum að loka leiknum nú í janúar til að færa hann til öflugri samstarfsaðila. Þá erum við að líta til tækifæra í tengslum við farsíma og spjaldtölvur. Við viljum að spilarar geti tengst EVE og Dust í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur og fleiri slík tæki og gert hina og þessa hluti í leikjunum. Síðan höfum við hug á að skrá fyrirtækið á alþjóðlegan hlutabréfamarkað á næstu árum. Þannig að það er nóg fram undan og þar að auki gnótt af öðrum hugmyndum um framtíðina sem of snemmt er að tala um."
Leikjavísir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira