Borðaði tíu þúsund hitaeiningar á dag: „Þetta tekur rosalega á líkamann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2020 13:29 Hafþór og Rikki G í hljóðveri FM957 í morgun. Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan. Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Björk á forsíðu National Geographic Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Menning Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Fleiri fréttir Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Sjá meira
Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan.
Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Björk á forsíðu National Geographic Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Menning Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Fleiri fréttir Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Sjá meira
Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14