Lífið

Sus­sex Global Charities gæti tekið við af Sus­sex­Royal

Sylvía Hall skrifar
Opinbert efni frá hjónunum hafa iðulega birst á Instagram-síðu þeirra sem er undir nafninu SussexRoyal.
Opinbert efni frá hjónunum hafa iðulega birst á Instagram-síðu þeirra sem er undir nafninu SussexRoyal. Vísir/Getty

Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. Nýlega var greint frá því að þau myndu hætta að notast við vörumerkið SussexRoyal á vordögum.

Opinbert efni frá hjónunum hafa iðulega birst á Instagram-síðu þeirra sem er undir nafninu SussexRoyal. Þá höfðu þau sótt um einkaleyfi fyrir notkun á SussexRoyal, en samfélagsmiðlar þeirra og vörumerkið sjálft hefur notið mikilla vinsælda.

Sjá einnig: Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal

Í síðasta mánuði tilkynntu hjónin að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segir talsmaður fjölskyldunnar að þau hafi samþykkt að orðið „royal“ yrði ekki notað vegna opinberra reglna. Þó hafa borist fregnir af því að hjónin séu ekki parsátt við það og telja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu á erlendri grundu.

Í síðustu viku var heimasíðan sussexglobalcharities.com skráð af hinni fertugu Jessicu Mulroney, sem er ein nánasta vinkona Markle. Það er í takt við fyrirhugaðar áætlanir þeirra um að koma á fót góðgerðasamtökum til þess að „þróa nýja leið til þess að hafa áhrif á breytingar og ýta undir framtak margra frábærra samtaka á alþjóðavísu“ eins og sagði á heimasíðu þeirra.

Jonny Dymond, fréttamaður BBC sem fjallar um málefni bresku konungsfjölskyldunnar, sagði að niðurstaðan um að þau skyldu hætta að nota SussexRoyal vörumerkið væri áfall fyrir þau Harry og Meghan. SussexRoyal væri þeirra merki og mjög vinsælt á samfélagsmiðlum, en nú þurfi þau einfaldlega að lúta því að vera ekki lengur „royal“.


Tengdar fréttir

Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori

Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.