Víkingar í algjörum sérflokki hvað varðar spilatíma ungra leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:30 Víkingar fagna góðum sigri á síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Vísir/Bára Víkingur var í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar þegar kemur að því að gefa ungum leikmönnum mínútur. Þetta kemur fram í uppgjöri hjá CIES Football Observatory. CIES Football Observatory tók saman hjá öllum deildum heimsins hvað þær væru að gefa leikmönnum yngri en 22 ára mikið af tækifærum inn á vellinum. Fótbolti.net vakti athygli á þessu en lesa má um alla samantektina hér. Pepsi Max deildin er þar í 23. sæti á listanum en leikmenn sem voru ekki búnir að halda upp á 22 ára afmælið sitt spiluðu 18,9 prósent af mínútum í boði í Pepsi Max deild karla sumarið 2019. 18,9% yngri en 22 ára í Pepsi Max - Víkingar yngstir https://t.co/TDwZHCaqE0— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 4, 2020 Næstar á undan íslensku deildinni er deildirnar í Króatíu og Makedóníu með 19,3 prósent en sú danska og finnska eru ekki langt á undan með 19,4 prósent hvor. Næstar á eftir íslensku Pepsi Max deildinni eru deildirnar í Albaníu (18,2 prósent) og Úkraínu (18,0 prósent). Enska úrvalsdeildin er bara í 74. sæti með 8,5 prósent en sú neðsta er deildin í Tyrklandi þar sem ungir leikmenn spiluðu aðeins 3,7 prósent mínútnanna. Interesting stuff, once again, from @CIES_Football Average figure for @pepsimaxdeildin in Iceland according to the study is 18.9%. @vikingurfc leading the way with 42.9%.https://t.co/wN3ARFP0UF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Slóvakía gaf ungum leikmönnum flest tækifæri en þeir spiluðu í 29,0 prósent leiktímans í slóvakísku deildinni. Það sem vekur samt mesta athygli er hversu langt á undan öðrum liðum bikarmeistarar Víkinga voru í fyrrasumar. Leikmenn undir 22 ára aldri spiluðu langflestar mínútur hjá Víkingi af öllum liðunum í Pepsi Max-deildinni eða 42,9 prósent mínútna í boði. Víkingur er í 33. sæti meðal allra liðanna í heiminum. Það eru meira en þrettán prósent niður í næsta íslenska lið því ungir leikmenn spiluðu 29,7 prósent mínútna í boði hjá Skagamönnum. Flestar mínútur íslenskra liða í Pepsi Max deild karla 2019: 42.9% Víkingur R. 29,7% ÍA 25,9% KA 23,0% Fylkir 22,5% ÍBV Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Víkingur var í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar þegar kemur að því að gefa ungum leikmönnum mínútur. Þetta kemur fram í uppgjöri hjá CIES Football Observatory. CIES Football Observatory tók saman hjá öllum deildum heimsins hvað þær væru að gefa leikmönnum yngri en 22 ára mikið af tækifærum inn á vellinum. Fótbolti.net vakti athygli á þessu en lesa má um alla samantektina hér. Pepsi Max deildin er þar í 23. sæti á listanum en leikmenn sem voru ekki búnir að halda upp á 22 ára afmælið sitt spiluðu 18,9 prósent af mínútum í boði í Pepsi Max deild karla sumarið 2019. 18,9% yngri en 22 ára í Pepsi Max - Víkingar yngstir https://t.co/TDwZHCaqE0— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 4, 2020 Næstar á undan íslensku deildinni er deildirnar í Króatíu og Makedóníu með 19,3 prósent en sú danska og finnska eru ekki langt á undan með 19,4 prósent hvor. Næstar á eftir íslensku Pepsi Max deildinni eru deildirnar í Albaníu (18,2 prósent) og Úkraínu (18,0 prósent). Enska úrvalsdeildin er bara í 74. sæti með 8,5 prósent en sú neðsta er deildin í Tyrklandi þar sem ungir leikmenn spiluðu aðeins 3,7 prósent mínútnanna. Interesting stuff, once again, from @CIES_Football Average figure for @pepsimaxdeildin in Iceland according to the study is 18.9%. @vikingurfc leading the way with 42.9%.https://t.co/wN3ARFP0UF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Slóvakía gaf ungum leikmönnum flest tækifæri en þeir spiluðu í 29,0 prósent leiktímans í slóvakísku deildinni. Það sem vekur samt mesta athygli er hversu langt á undan öðrum liðum bikarmeistarar Víkinga voru í fyrrasumar. Leikmenn undir 22 ára aldri spiluðu langflestar mínútur hjá Víkingi af öllum liðunum í Pepsi Max-deildinni eða 42,9 prósent mínútna í boði. Víkingur er í 33. sæti meðal allra liðanna í heiminum. Það eru meira en þrettán prósent niður í næsta íslenska lið því ungir leikmenn spiluðu 29,7 prósent mínútna í boði hjá Skagamönnum. Flestar mínútur íslenskra liða í Pepsi Max deild karla 2019: 42.9% Víkingur R. 29,7% ÍA 25,9% KA 23,0% Fylkir 22,5% ÍBV
Flestar mínútur íslenskra liða í Pepsi Max deild karla 2019: 42.9% Víkingur R. 29,7% ÍA 25,9% KA 23,0% Fylkir 22,5% ÍBV
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira