Lífið

Sniðug leið til að búa til 128GB diskling

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hvað áttu að gera ef svo ólíklega vill til að þú eigir enn tölvu með floppy drifi og stendur frammi fyrir þeim vanda að disklingarnir höndla aðeins örfá megabæt af gögnum? Ráðagóður Youtube og imgur notandi fann sniðuga lausn á því.

Það vill svo til að smá minniskort smellpassa í hulstrið og þar með geturðu margfaldað geymslurýmið. Því miður er það aðeins meira en bara að henda kortinu því þú þarft einnig að taka tölvuna í gegn til að hún geti lesið af kortinu. Það þarf talsverða kunnáttu og þekkingu til að ná breytingunum í gegn en fyrir áhugasama eru leiðbeiningar til á vefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×